fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Sólborg upplifði kvíða og þunglyndi eftir grófar ofbeldissögur og dró sig í hlé

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 5. maí 2019 09:00

Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólborg Guðbrandsdóttir er tuttugu og tveggja ára tónlistarkona og fyrirlesari sem hefur þrátt fyrir ungan aldur náð gríðarlegum árangri í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Sólborg, sem ólst upp í Keflavík þar sem hún býr enn, hefur vakið mikla athygli á samfélags- og fréttamiðlum landsins undanfarið ár ásamt því að hafa tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins starfaði Sólborg með Áttunni. Fyrir rúmlega tveimur árum tók Sólborg þá ákvörðun að hætta að drekka áfengi og segir hún það bestu ákvörðun sem hún hafi tekið. Blaðamaður tók viðtal við Sólborgu þar sem rætt var um æskuna, ákvörðunina um að sleppa áfengi og baráttuna gegn kynferðisofbeldi.

Hér að neðan birtist brot úr viðtali sem birtist við Sólborgu í helgarblaði DV.

Síðan Fávitar sem Sólborg stofnaði á Instagram er átak hennar gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og hefur síðan í dag yfir 20 þúsund fylgjendur sem standa saman í því að segja frá ofbeldi, styðja hvert annað og vinna gegn kynferðisofbeldi. Hugmyndina fékk Sólborg í gegnum Styrmi, góðan vin sinn, sem hafði séð sams konar síðu í Svíþjóð sem heitir „Assholes Online“.

Eftir að Fávita-síðan hafði verið í loftinu í nokkurn tíma dró Sólborg sig í hlé frá síðunni og lét fylgjendur sína vita að hún gæti ekki séð um hana um óráðinn tíma. Aðspurð út í þá fjarveru segir Sólborg:

„Þetta var bara kvíði og þunglyndi, ég var að ræða við og taka á móti sögum um ofbeldi á hverjum einasta degi, oft á dag.  Ég tók mér tveggja mánaða pásu í kringum nóvember og desember. Síðan ég kom til baka hef ég sett annan fókus á síðuna. Núna er ég meira að ræða alls konar femínísk umræðuefni þar inni á. Ég er enginn sérfræðingur en ég reyni að vera til staðar fyrir fólk og vísa því til þeirra sérfræðinga sem ég veit af. Ég fór upphaflega af stað með síðuna með það að markmiði að fjalla um stafrænt kynferðisofbeldi, hefndarklám og áreiti á netinu, en svo smám saman fór ég að birta sögur af ofbeldi í samböndum og af alls konar kynferðisofbeldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“