fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Bjargvættur Breiðholts snýr aftur: „Hvar væri Breiðholtið án þín???“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2019 16:00

Jóhann er sniðugur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðhyltingurinn Jóhann Sveinsson gengur undir ýmsum nöfnum í hverfinu sínu, þar á meðal bjargvættur og hverfishetja. Jóhann hefur nefnilega verið duglegur við það upp á síðkastið að gleðja íbúa Breiðholtsins og gera hverfið betra á ýmsa vegu.

Við á DV sögðu frá því þegar hann bauð gestum og gangandi upp á hressingu, en nýjasta uppátæki hans er að segja skemmdarvörgum stríð á hendur.

„Gamli skólinn segir skemmdarverkum stríð á hendur. Það syrgir mig að hugsa til allra strangheiðarlegu iðnaðarmannanna sem löggðu sitt af mörkum við að reisa Breiðholtið okkar frá grunni, og að vinna þeirra sé eyðilöggð með veggjakroti,“ skrifar Jóhann á Instagram við mynd af sér að mála yfir veggjakrot.

„Næstu daga og vikur er ekki ólíklegt að þið sjáið mig brosandi út að eyrum í hverfinu með málningarrúllunna á lofti. Hugsum líka um umhverfið. Góðar stundir kæru nágrannar!“

Fjölmargir Breiðhyltingar hafa deilt færslu Jóhanns í sögu sinni og eru hæstánægðir með þessa iðju hans. Þá skrifa einhverjir athugasemdir við mynd hans á Instagram.

„Fallegt og óeigingjarnt framtak frá þér góði maður og verndari Breiðholtsins,“ skrifar einn fylgjandi og annar bætir við: „Hvar væri breiðholtið án þín???“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“