Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fókus

Uppátæki Jóhanns slær í gegn: „Það er þessum manni að þakka að það er gott að búa í Breiðholti“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2019 12:00

Jóhann gleður hverfisbúa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegna slæmrar umfjöllunar sem Breiðholtið hefur fengið í fjölmiðlum um langt skeið langaði mig til þess að gera eitthvað skemmtilegt og jákvætt fyrir nágranna mína,“ segir Breiðholtsbúinn Jóhann Sveinsson. Hann tók sig til fyrir stuttu, setti upp bás í Hólahverfinu í Breiðholti og bauð vegfarendum upp á hressingu.

„Mér datt í hug að það gæti verið upplífgandi fyrir fólk að geta stoppað við og fengið sér kaffibolla og sneið af rúllutertu. Þó veitingarnar séu ekki merkilegar munu þær vonandi auka hverfisvitund,“ segir Jóhann.

Jóhann hefur lengst af búið í Breiðholti og hefur undanfarna sex mánuði skipulagt foreldrarölt um hverfið, þó hann sé sjálfur ekki foreldri. Honum er því afar annt um hverfið og hefur uppátæki hans með hressingarbásinn vakið athygli inni í Facebook-hópi íbúa hverfisins.

„Það er þessum manni að þakka að það er gott að búa í Breiðholti,“ skrifar einn Breiðholtsbúi í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt og uppsker færslan mörg læk. Jóhann segir að íbúar hverfisins hafi vissulega verið ánægðir með uppátækið.

„Viðbrögðin voru góð þótt fólk hafi virðst vera hissa,“ segir Jóhann. En ætlar hann að gera þetta aftur?

„Já, ég sé fram á að þetta verði reglulegur viðburður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

Upprisa hverfamenningar

Upprisa hverfamenningar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband
Fókus
Fyrir 4 dögum

Strætó-spaug slær í gegn: „Þess má geta að þessi mynd er byggð á sönnum atburðum“

Strætó-spaug slær í gegn: „Þess má geta að þessi mynd er byggð á sönnum atburðum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margir minnast Rósu: „Hennar verður minnst fyrir að þora að vera pínu öðruvísi. Minningin lifir.“

Margir minnast Rósu: „Hennar verður minnst fyrir að þora að vera pínu öðruvísi. Minningin lifir.“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sérkennileg íbúð í Norðurmýrinni höfð að háði og spotti: „Svona halda vampírur að mannfólk vilji hafa svefnherbergi“

Sérkennileg íbúð í Norðurmýrinni höfð að háði og spotti: „Svona halda vampírur að mannfólk vilji hafa svefnherbergi“