fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

„Þó þú segir píka fjórtán sinnum mætir ekki þriggja metra há píka og byrjar að blaðka börmum“

Fókus
Föstudaginn 5. apríl 2019 16:00

Sigga Dögg, kynfræðingur. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píkuheilsa er umræðuefni Föstudagsþáttarins Fókus að þessu sinni, en viðmælandi þáttarins, sem unninn er af dægurmáladeild DV, er Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur. Sigríður er í daglegu tali ekki kölluð annað en Sigga Dögg og hefur um árabil gert það að markmiði sínu að fræða landann um kynlíf og allt sem því viðkemur.

Í þættinum fer Sigga Dögg meðal annars yfir mikilvægi þess að kalla píkuna sínu rétta nafni.

„Þetta er bara orð. Eins og ég segi alltaf við krakkana: Orð eru ekki hættuleg. Við búum ekki í Harry Potter-heimi. Þó þú segir píka fjórtán sinnum mætir ekki þriggja metra há píka og byrjar og blaðka börmum. Það gerist ekki. Þetta er bara orð. Þetta er ekki Candyman, Candyman, Candyman. Þetta er bara orð,“ segir Sigga og hlær, og vísar í hrollvekjuna Candyman frá árinu 1992.

„Við þurfum bara að læra að afhræðast orðin og fara að nota þau. Fatta að þau stinga ekki, heldur er það allt þetta fyrirbæri í kring. Og allur okkar reynsluheimur. Öll skiptin sem maður var að alast upp, ef maður hugsar um sína píkusögu. Hvenær sagði einhver við þig: Oj, hvað er vond lykt af þér, það er píkulykt af þér,“ segir Sigga og heldur áfram. „Og öll þessi orðræða að píkan sé eins og myglaður fiskur,“ bætir hún við. „Eða þú varst lítil og þú varst að klóra þér í píkunni og það var slegið á hendina á þér: Hættu að fikta í henni, ekki gera þetta, farðu að þrífa þér um hendurnar.“

Sigga hvetur konur til að leita til kvensjúkdómalæknis ef þeim finnst meiri lykt af píkunni en venjulega eða ef útferð er þykkari og meiri.

„Líka bara: Farðu oftar en sjaldnar. Farðu bara og láttu tékka,“ segir hún. „Ef þú ert eitthvað óviss, fáðu bara svörin. Við þurfum ekki að hafa langan lista – við megum bara vita. Píkan er geggjað flókin.“

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu