fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Ein áhrifamesta hasarmynd allra tíma orðin tvítug: 20 staðreyndir sem þú vissir ekki um The Matrix

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 1. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindaskáldsagan og „cyberpunk“ hasarmyndin The Matrix er ein áhrifamesta kvikmynd þessarar aldar. Myndin var gefin út vestanhafs þann 31. mars árið 1999 og hefur átt ánægjulegt líf síðan, meðal annars sem ein ástsælasta mynd sinnar tegundar og gríðarlegur brautryðjandi í tæknibrellum.

The Matrix kom ekki til Íslands fyrr en í júnímánuði á sama ári. Skemmst er að segja frá því að Íslendingar trylltust gjörsamlega yfir myndinni.

Sá myndina tólf sinnum í bíó

Við frumsýningu Matrix á íslandi sýndu Sambíóin myndina tólf sinnum í röð, og tók Morgunblaðið viðtal við kvikmyndaaðdáandann Halldór Hrafn Jónsson, sem var þá 18 ára, og hann fór á allar sýningarnar og sá því myndina í 35 klukkustundir samfleytt.

„Þetta er mynd áratugarins,“ sagði hann í viðtali við Moggann á sínum tíma og fullyrti hann að hann hafi ekki fengið leiða á myndinni, þrátt fyrir öll þessi skipti. „Ég ætla að sjá hana eins oft og ég hef tíma til þar til næsta Matrix-mynd kemur.“

Kærastan á Kung-fu námskeið

Í sérblaði DV, Fókus, þann 25. júní 1999 voru nokkrir álitsgjafar fengnir til að tjá sig um myndina. Á meðal þeirra voru kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik, Stella Blomkvist) og Heiðar Kristjánsson, söngvari Botnleðju. Þetta höfðu þeir um myndina að segja:

„Mér fannst Matrix mjög góð og ekki síður flott. Hún er full af nýjum, atriðum sem maður hefur aldrei séð áður. Ég er einmitt búinn að pæla mikið í þeim og lesa mér til um hvernig þetta er allt saman gert og finnst það ótrúlega kúl. Ég ætla að sjá hana aftur en það er reyndar ekki alveg að marka. Ég fer alltaf aftur á myndir sem mér finnst góðar. Leikararnir eru ekki aðalatriðið í Matrix. Smákarakterarnir eru reyndar með einhverja spretti en mér fannst það oft frekar hallærislegt. Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss koma flott út en Keanu Reeves gerir ekki meira en að vera bara þarna. Hann hjálpar tæknibrellunum og gerir það vel. Þær eru í aðalhlutverkum,“ segir Óskar Þór.

Heiðar tekur undir og tók fram að kærustu sinni langaði á Kung-fu námskeið eftir myndina. „Það var ótrúlega flott að sjá hvernig þeir geta beitt myndavélunum. Utkoman minnti mig stundum á Mangaslagsmálateiknimyndirnar. Svo skemmir tónlistin ekki fyrir. Og leikararnir voru finir líka. Sérstaklega Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss. Keanu Reeves er náttúrlega bara svona og svona. En hann skilar sínu alveg ágætlega. Ég ætti líka að taka fram að kærastan mín fílaði þessa mynd í botn og á örugglega eftir að fara á kung-fu námskeið á næstunni vegna áhrifa frá henni en ég veit að einhverjar stelpur kunna ekki að meta hana.“

Kíkjum þá næst yfir staðreyndirnar um þessa merku kvikmynd sem þú kannski vissir ekki. Höfum þær 20, af engri sýnilegri ástæðu.

 

20. Báðir Will Smith og Nicolas Cage höfnuðu aðalhlutverkinu áður en Keanu Reeves var ráðinn.

 

19. Leonardo DiCaprio, Tom Cruise, Ewan McGregor, Sean Connery, Gary Oldman og Russell Crowe tilheyra einnig löngum lista yfir fólki sem taldi það ósniðugt að taka þátt í myndinni.

 

18. Til stóð á tímapunkti að Sandra Bullock léki aðalhlutverkið og hefði þá persónan Neo verið endurskrifuð sem kona. Sandra hafnaði að lokum boðinu, augljóslega.

 

17. Til að spara kostnað við gerð myndarinnar voru notaðar sviðsmyndir úr spennutryllinum Dark City. Sérfræðingar hafa séð ótalmargt sem myndirnar tvær eiga sameiginlegt og lítur út fyrir að sambærilegt DNA renni um æðar beggja sagna.

 

16. Það tók hálft ár að æfa og undirbúa upphafsatriði myndarinnar.

15. Leikkonan Carrie-Ann Moss tognaði á öklanum rétt eftir að tökur hófust. Hún ákvað þó ekki að segja neinum, til að koma í veg fyrir að framleiðendur myndu skipta henni út fyrir aðra leikkonu.

 

14. Moss lék einnig hlutverk í skammlífri sjónvarpsþáttaröð sem hét Matrix, frá árinu 1993. Aðalpersóna þáttanna bar heitið Steven Matrix.

 

13. Meirihluti statista myndarinnar, sérstaklega þeirra sem sjást inni í Draumaheiminum, samanstóð af tvíburum.

 

12. Allir helstu leikarar myndarinnar slösuðust töluvert við tökur á slagsmálaatriðum.

 

11. The Matrix hefur oft verið sýnd í gegnum árin í fermingarfræðslu á Íslandi, vegna samlíkingar sögunnar við upprisu Krists.

 

10. Keanu Reeves notast einungis við skotvopn í fyrstu myndinni í þríleiknum.

9. Hugo Weaving er eini útsendari myndarinnar sem fjarlægir af sér sólgleraugun.

 

8. Kvikmyndagerðarmaðurinn Quentin Tarantino sagði að The Matrix væri önnur uppáhalds bíómynd sem hafði verið gerð eftir árið 1992 (frá því þegar hann hóf sjálfur feril sem leikstjóri), á eftir japönsku myndinni Battle Royale. Sagði Tarantino að Matrix hefði hreppt fyrsta sætið ef framhaldsmyndirnar hefðu aldrei verið gerðar.

 

7. Stærstu áhrifavaldar Wachowski-systkinanna við gerð myndarinnar voru verk John Woo, myndasagan The Invisibles og japanska teiknimyndin Ghost in the Shell.

 

6. Keanu Reeves á ekki margar setningar í myndinni. Meirihluti þeirra frasa sem hann fær eru spurningar.

 

5. Hinn alræmdi „kóði“ Matrix-heimsins er byggður á sushi-uppskrift.

 

4. Marcus Chong, sem leikur Tank í kvikmyndinni, er ættleiddur sonur alræmda grashaussins Tommy Chong.

3. Það er ástæða fyrir því að Véfréttin í sögunni býður Keanu Reeves upp á smákökur í myndinni. Þetta er tilvísun í vafrakökur (e. cookies).

 

2. Hugo Weaving hefur afar sérstakan talanda í myndinni sem margir hafa gert grín að. Hermt er að hann hafi sótt innblástur sinn í fréttaþuli frá sjötta áratugnum í bland við að apa eftir leikstjórum myndarinnar, þeim Andy og Larry Wachowski (nú þekkt sem Lily og Lana).

 

1. Vegabréf Neo (Reeves) í myndinni rennur út þann 11. september 2001.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Í gær

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar