fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Gladdi gítarleikara Rammstein: „Ég var með stjörnur í augunum“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 18. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Z. Kruspe, gítarleikari hinnar alræmdu metal hljómsveitar Rammstein, gaf út á dögunum smáskífu með sólóverkefni sínu „Emigrate“. En þessi smáskífa inniheldur fimm remix af lagi hans „War“ og eitt af þeim lögum fólst í hendur tónlistarmannsins Joseph Cosmo Muscat að endurgera, en Joseph flytur tónlist undir nafninu SEINT.

Joseph Cosmo

Útgáfan fylgir fast á eftir tónlistarmyndbandi við rokk/metal smellinn sjálfan, sem kom nýverið út á YouTube en Joseph heldur ekki vatni yfir að hafa unnið með einu af átrúnaðargoðum sínum.

„Þessi gaur er algjörlega einn af mínum „íkonum.“ Ég er sjálfur úr metalsenunni og búinn að vera í rokkinu í mörg ár. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá Rammstein í höllinni þrettán ára og um svipað leyti var ég sjálfur að byrja að spila í þungarokksbandi. Ég var með stjörnur í augunum þegar ég sá þessa menn og alveg ómetanlegt að fá að vinna fyrir einn þeirra mörgum árum seinna.“

Aðspurður hvernig verkefnið kom til segir Joseph að heppnin hafi verið þar að vopni og kom jafnframt í ljós í gegnum tengslanetið hversu lítill heimurinn væri.

„Ég fékk símtal einn dag fyrir rúmum mánuði síðan og voru það góðir vinir mínir Gunnar og Benni úr harðkjarna sveitinni Une misere. Þeir ljáðu mér þau tíðindi að upptökustjóra þeirra, Sky að nafni, vantaði góðan einstakling í verkið. Richard sagðist nefnilega ekki vilja fá bara hvern sem er. Strákarnir höfðu leyft Sky að heyra remix sem ég gerði fyrir Une misere árið 2017 og líkaði honum það mjög.“

Joseph segist hafa verið stressaður yfir því að fá viðbrögð Richards og var farinn að búast við öllu hinu versta áður en samþykkið kom, „enda var tíminn naumur sem mér var gefinn, þannig að ég rauk auðvitað strax í málið,“ segir hann. „Ég vissi auðvitað ekki hvernig hann tæki því þar sem ég setti smá SEINT vers í mixið. En það hefur greinilega fallið í kramið hjá honum.“

Hægt er að hlusta á remixið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun