fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Elsa í Frozen brýtur allar reglurnar: „Þetta viljum við einmitt alls ekki tengja við íslenskar fjörur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 13:00

Elsa teflir á tvær hættur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný stikla fyrir Frozen 2 er ansi drungaleg, en í upphafi hennar sést ísdrottningin Elsa rölta um svarta fjöru sem minnir um margt á Reynisfjöru við Vík. Athygli er vakin á þessu í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, en upphafsmaður þráðarins segir að stiklunni fylgi ákveðið tækifæri á landkynningu í Bandaríkjunum.

Í stiklunni hleypur Elsa út í sjóinn og reynir að sigra öldurnar, en það er einmitt það sem ferðamenn sem heimsækja Reynisfjöru mega alls ekki gera. Öldurnar eru svo óútreiknanlegar og hættulegar að það hefur komið fyrir að brimið hefur dregið fólk út af ströndinni og það drukknað. Því eru ekki allir sammála í hópnum um að landkynning sé af hinu góða.

Fjaran minnir um margt á Reynisfjöru.

„Þetta viljum við einmitt alls ekki tengja við íslenskar fjörur – ekki viljum við að ferðamenn fari að sviðsetja þetta atriði í Reynisfjöru t.d.,“ skrifar einn meðlimur hópsins og annar tekur í sama streng.

„Það væri gott að benda fólki á að ekki allir geti gengið á vatni og þess vegna brýnt að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá sjónum þegar stórar öldur skella á fjörunni.“

Stilkuna má horfa á hér fyrir neðan og dæmi nú hver fyrir sig hvort landkynningin er góð eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun