fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sjálfsfróun á nuddstofum algengari en þú heldur – Sérfræðingar segja hryllingssögur

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmenn á öllum aldri stunda sjálfsfróun eða biðja um ánægjulegan endi (e. „happy ending“) þegar þeir sækja nuddstofur.
Þetta kemur fram á fréttamiðlinum The Sun, en þar var haft samband við nokkrar menntaðar nuddkonur, sem lýstu verstu fylgifiskum starfs síns.  Að þeirra sögn eru eftirtalin atvik mun algengari er fólk gerir sér grein fyrir.

April Chunnoo

Hin 41 árs gamla April Chunnoo, nuddsérfræðingur sem býr í Colchester í Englandi, segist oft fá fyrirspurnir um hvort líkamsnuddi fylgi einhverjir auka „pakkadílar.“ Hún segir það koma furðulega oft fyrir að hún þurfi að minna kúnna sína á að hún sé ekki vændiskona.

„Mér hafa verið boðnar hlægilegar upphæðir fyrir „happy ending“ nudd. Þetta er svo mikil vanvirðing!“ segir April. „Ég fór í háskólanám til að gerast fullgildur nuddséfræðingur og ekki fyrir svona lagað.“

Þá nefnir hún annað dæmi þar sem einn kúnninn var farinn að stynja nokkuð sérkennilega. Hún reyndi að leiða það hjá sér en þegar hljóðið fór að magnast ákvað hún að fjarlægja handklæðið og þá sá hún kúnnann fitlandi við getnaðarlim sinn og rak hann samstundis út. „Ég sagði honum að hunskast í fötin og bannaði honum að koma aftur,“ segir April.

Þessi ógeðslega lykt

Emma Pearce

Emma Pearce, 35 ára móðir í fullu starfi, segir það hafa komið sér á óvart hvað margir eru ólmir í spjall og trúnaðarsamtöl. „Í skólanum var mér sagt að flestir sofna og ná að slaka á, en það er alls ekki raunin. Meirihlutinn hefur gaman af samræðum,“ segir Emma. „Margt af því sem ég heyrði kom mér algjörlega í opna skjöldu. Margir kúnnar opnuðu sig um framhjáhöld, sambandsslit og ástandið heima.“

Þetta telur Emma þó ekki vera það versta sem fylgt getur starfinu, heldur skrifast það á endalausu táfýlurnar.

„Í slíkum tilfellum sæki ég hanska og nota sítrónuolíu og vatn til að bera á tærnar. Kúnnarnir halda yfirleitt að ég sé þarna að beita einhverri sérstakri aðferð að fótanuddi en þarna er ég í rauninni bara að reyna að þrífa skítugu tærnar og losa mig við þessa ógeðslegu lykt,“ segir Emma.

Gullna reglan mikilvæg

Leigh Bailey

Þá segir Leigh Bailey, stofnandi nuddstofunnar Mind Body Spirit Spa í Brentwood í Essex, að óþægilegt sé hversu margar ranghugmyndir fólk hefur um nuddara og slíkar stofur. Leigh segir símtölin oft heldur þreytandi og berast til hennar fjölmargar fyrirspurnir um svonefndan ánægjulegan endi. „Eflaust eru til aðrar nuddstofur sem bjóða upp á slíkt. Þetta er hins vegar vandræðalegt fyrir kúnnann og stofuna í raun þegar hann áttar sig á hinu gagnstæða,“ bætir hún við.

Leigh segir það sniðugt bragð að kúnninn þurfi að leggjast á bakið, til að ómögulegt sé að fela sannleikann ef holdrisi bregður fyrir. Leigh hefur annars vegar eina gullna reglu, sem lýsir sér þannig að hún neitar að leyfa kúnnanum að afklæða sig til fulls.

„Ég gef engin nektarnudd,“ segir hún, „og ég renni höndunum sérstaklega upp fótleggina til að kanna. Ef ég finn ekki fyrir votti af nærbuxum undir handklæðinu, þá hætti ég tafarlaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra