fbpx
Miðvikudagur 30.september 2020
Fókus

Ég dey eftir Charlotte Bøving frumsýnt á fimmtudag

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 15:30

Mynd: Saga Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einleikurinn Ég dey eftir Charlotte Bøving verður frumsýndur 10. janúar í Borgarleikhúsinu. Í sýningunni veltir Charlotte fyrir sér dauðanum, af hverju við hræðumst hann og hversvegna hann sé svona mikið tabú.

Þegar Charlotte Bøving varð fimmtug uppgötaði hún sér til mikillar undrunar að hún myndi deyja. Hún hafði aldrei áttað sig á þessari staðreynd og í raun aldrei velt dauðanum fyrir sér. Í framhaldi af þessari uppgötvun varð sýningin Ég dey til. Í sýningunni veltir Charlotte fyrir sér ýmsum hliðum dauðans og skoðar lífið með augum hans. Afhverju er dauðinn svona mikið tabú, hversvegna við hræðumst hann svona mikið og hvernig hann getur styrkt okkur í lífinu?

Mynd: Saga Sigurðardóttir

Mantra verksins er í raun og veru „Það er best að gera hlutina núna, við erum hvort eð er að deyja“.

Í sýningunni mun Charlotte ögra sér og áhorfendum og framkvæma fimm hluti á sviðinu sem að hún hefur aldrei þorað að gera áður.

Ég dey er þriðji einleikur Charlotte en fyrri tveir, Hin smyrjandi jómfrú (2002) og Þetta er lífið – og nu er kaffen klar (2010) voru báðar tilnefndar til Grímunnar. Charlotte hefur undanfarin ár verið áberandi leikkona á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi, hún hefur leikstýrt fjölda leiksýninga, bæði fyrir börn og fullorðna og verið dramatúrg í verkum. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir verk sín, bæði hér heima og erlendis.

Charlotte semur og flytur Ég dey. Benedikt Erlingsson með-leikstýrir verkinu, Gréta Kristín Ómarsdóttir er dramatúrg, Þórunn María Jónsdóttir sér um leikmynd og búninga, Gísli Galdur sér um tónlist. Steinar Júlíusson hannar myndbönd sýningarinnar, Garðar Borgþórsson hannar lýsingu og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir sér um sviðshreyfingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Gnarr ætlar að snúa aftur í fitness eftir barnsburð: „Ég vil sýna heilbrigðara útlit á sviðinu“

Margrét Gnarr ætlar að snúa aftur í fitness eftir barnsburð: „Ég vil sýna heilbrigðara útlit á sviðinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónleikum Skunk Anansie frestað fram í júní

Tónleikum Skunk Anansie frestað fram í júní
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar – „Þú býrð til blævæng úr peningaseðlum og þeytir þeim út í loftið“

Stjörnuspá vikunnar – „Þú býrð til blævæng úr peningaseðlum og þeytir þeim út í loftið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem gerist bakvið lokaðar dyr swing-klúbbsins -„Swingerar eru á öllum aldri“

Það sem gerist bakvið lokaðar dyr swing-klúbbsins -„Swingerar eru á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tímavélin: Upphaf flugsamgangna á Íslandi

Tímavélin: Upphaf flugsamgangna á Íslandi