fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hvert eiga stjörnumerkin að ferðast á nýju ári

Fókus
Föstudaginn 4. janúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrútur (21. mars–19. apríl)

Ítalía

Hrútar eru þekktir fyrir hugrekki og elska áskoranir. Eldurinn logar innra með þeim. Þeir eru sjálfstæðir, vilja hafa hlutina eftir sínu höfði frekar en skipulagðar ferðir. Það er því kjörið fyrir hrúta að bregða sér til Dólómítafjalla í Norður-Ítalíu og njóta alls þess sem sá frábæri staður hefur upp á að bjóða. Hvort sem um er að ræða skíðaferð að vetri til eða gönguferðir að sumri til.

Dólómítafjöll

Nautið (20. apríl–20. maí)

Nautið elskar lúxus og því væri dvöl á Amalfi-ströndinni á Ítalíu kjörin. Venus er sterkt í nautinu og því elskar tuddinn lífsins lystisemdir eins og góð vín og mat. Þá er nautið með sterk tengsl við móður jörð og kann því vel að meta fallega náttúru og tilkomumikið útsýni. Hafnarborgin Salerno mun sérstaklega höfða til nautsins.

Amalfi-ströndin er paradís á jörðu

Tvíburar (21. maí–20. júní)

Borgin sem aldrei sefur hentar einstaklingum í tvíburamerkinu vel. Það er aldrei dauð stund í borginni og afþreyingarmöguleikarnir nánast óþrjótandi. Tvíburar elska fjölbreytni og hana munu þeir finna í Stóra eplinu. Þar er eitthvað í gangi allan sólarhringinn.

New York

Krabbi (21. júní–22. júlí)

Krabbar eru yfirleitt heimakærir og kunna vel að meta öryggi. Þegar þeir þó á annað borð hætta sér út úr skelinni þá gera þeir það almennilega og vilja yfirleitt vera í tengslum við vatn. Staða himintunglanna er á þá leið að ævintýraferð til Kóralrifsins mikla úti fyrir ströndum Ástralíu er algjörlega málið. Þar myndi krabbinn blómstra, hvort sem er við afslappaða köfun eða í útsýnisflugi í þyrlu yfir hið stórbrotna náttúruundur.

Kóralrifið mikla

Ljón (23. júlí–22. ágúst)

Ljón elska að dvelja á stöðum þar sem þau geta leyft eðlislægri tign sinni að njóta sín. Þess vegna myndi dvöl á eyjunni Balí í Indónesíu henta þeim vel. Balí er áhrifaríkur og spennandi staður þar sem listagyðjunni er gert hátt undir höfði. Það kunna ljón vel að meta auk þess sem konungur dýranna vill gera vel við sig. Mikið úrval af hvers kyns nudd- og snyrtimeðferðum á Balí er því sérstaklega ákjósanlegt fyrir ljón.

Balí er kynngimagnaður staður

Meyja (23. ágúst–22. september)

Meyjur kunna að meta heilsutengda ferðamennsku. Það myndi því henta þeim vel að fara í ævintýraferð til Perú og ganga upp að Inkaborginni goðsagnakenndu, Machu Picchu. Upplifun af stórbrotinni náttúrunni sem og fábrotnu en næringarríku fæði er eitthvað sem meyjan mun elska.

Machu Picchu

Vog (23. september–22. október)

Vogir kunna vel að meta fáguð, listræn kvöld, full af tónlist og hvers konar menningu. Ekki skemmir fyrir ef smá rómantík svífur yfir vötnum. Borgin ótrúlega við Signubakka, París, myndi því henta vog vel þetta árið.

París er ein rómantískasta borg heims

Sporðdreki (23. október–21. nóvember)

Sporðdrekar eru ástríðufullir og djúpþenkjandi. Þeir kunna að meta fjölbreytni og því myndi dvöl í borg draumanna, Los Angeles, vera vel við hæfi. Það mun höfða vel til sporðdreka að dvelja innan um fríþenkjandi listaspírur með „matchalatte“ í annarri og jógadýnu í hinni.

Los Angeles

Bogmaður (22. nóvember–21. desember)

Bogmenn eru með óseðjandi þrá fyrir nýrri upplifun og leitinni að æðri lærdómi. Fræðin segja að þeir sem eru í merki bogmannsins heillist oft af heimspeki, fornum menningarheimum og hvers konar dulfræði. Þessum lærdómsþorsta getur bogmaðurinn svalað í hinni fornu borg Angkor Wat í Kambódíu.

Angkor Wat

Steingeit (22. desember–19. janúar)

Einstaklingar í merki steingeitarinnar leggja sig yfirleitt alla fram í vinnunni. Frí þeirra þarf því að vera til staðar þar sem þeir geta slappað af en einnig upplifað áhugaverðan stað með sögu. Steingeitur slappa best af í fámenni og því væri Páskaeyja, úti fyrir ströndum Chile, ákjósanlegur áfangastaður. Þar býr ekki nokkur maður en saga staðarins er afar áhugaverð.

Páskaeyja

Vatnsberinn (20. janúar–18. febrúar)

Vatnsberinn hefur mikinn áhuga á tækninýjungum, tísku og í raun öllu sem tengist framtíðinni. Fyrir slíkan einstakling er ferð til Japans sem draumi líkust, sérstaklega til höfuðborgarinnar Tókýó. Þó er ómissandi fyrir vatnsbera að bregða sér í Shinkansen-leifturlestirnar milli stórborga landsins.

Tókýó

Fiskar (19. febrúar–20. mars)

Fiskar hafa sérstakan áhuga á öllum andlegum málefnum og útiveru.  Staður sem sameinar þennan áhuga fiskanna er ganga upp um Himalæjafjöll í Nepal. Slíkar ferðir verða sífellt vinsælli hjá Íslendingum og þar yrðu þessir einstaklingar eins og fiskar í vatni.

Gönguferð um Himalæjafjöll

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell