fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Ólafur og Króli brotnuðu saman við lestur frásagna kvenna – „Þegar þú ert þvinguð í hjónaband fær karlinn sjálfkrafa rétt til að nauðga þér daglega“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UN Women vekja athygli á He for She, átaki um kynbundið ofbeldi, með nýrri auglýsingu þar sem tólf karlmenn lesa upp frásagnir kvenna sem hafa upplifað ofbeldi. UN Women vilja með átakinu vekja karlmenn til vitundar um mikilvægi þess að þeir beiti sér markvisst gegn ofbeldi gegn konum og fordæmi það.

Sögur kvennanna komu frá Íslandi, Víetnam, Úsbekistan, Gambíu og Mjanmar. Það sem karlmennirnir vissu ekki var að ein konan sat á móti þeim þegar frásögn hennar var lesin.

Karlarnir sem taka þátt eru Ólafur Stephensen, Króli (Kristinn Óli Haraldsson), Sævar Helgi Bragason, Bjarni Snæbjörnsson, Valur Freyr Einarsson, Pablo Santos, Guðjón Svansson, Ásberg Jónsson, Sigurður Svavarsson, Pétur Finnbogason, Freyr Alexanderson og Stefán Gunnar Sigurðsson.

  • Um 120 milljónir núlifandi stúlkna hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi
  • Konur og stúlkur eru 71% allra þolenda mansals í heiminum
  • Þriðja hver kona í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi

UN Women vildu vísvitandi ögra karlmönnum

Í tilkynningu frá UN Women kemur fram að UN Women hafi vísvitandi farið ögrandi leið til að hreyfa við karlmönnum í þeirri von að þeir muni setja sig í spor þolenda.

Því hafa UN Women tekið saman ýmis ráð sem fylgja átakinu, eins og:
• Gríptu inn í aðstæður ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
•Taktu samtalið ef þú þekkir nákominn geranda og hvettu hann til að leita sér hjálpar
• Segðu frá og útvegaðu stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni
• Hringdu á lögreglu ef grunur liggur á heimilisofbeldi
• Tilkynntu hefndarklám og netníð sem þú verður vitni að
•Fordæmdu kynbundið ofbeldi í nafni allra kvenna

UN Women hvetur alla til að taka þátt og fordæma kynbundið ofbeldi í nafni; mömmu, systur, eiginkonu, vinkonu, dóttur þinnar eða allra kvenna á heimasíðu unwomen.is.

Lestu einnig: „Ég hef ekki vald í dag til að vernda barnið mitt og heimili fyrir ofbeldi en við sitjum uppi með afleiðingarnar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn