fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Jóri fékk sér Titanic flúr hjá Gunnari V. á slóðum Titanic

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jórmundur Kristinsson, eða Jóri, er líklega mesti Titanic aðdáandi Íslands og þó víðar væri leitað. Nýlega fór hann á húðflúrráðstefnu á Titanicsafninu í Belfast á Írlandi og fékk sér sitt annað Titanicflúr. Sá sem setti það á hann er Gunnar Valdimarsson hlúðflúrari, sem búsettur er í Osló í Noregi, en hann er mjög eftirsóttur flúrari.
 
Farþegaskipið Titanic og örlög þess, en skipið fórst með 1.500 farþega innanborðs í jómfrúarferð sinni 15. apríl 1912, hefur verið tilefni fjölda bóka, kvikmynda og sjónvarpsþátta, enda er um að ræða eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma.
 
Titanic húðflúrráðstefnan, var haldin í fimmta sinn þann 27. – 29. júlí síðastliðinn og voru 85 listamenn víðs vegar að úr heiminum mættir til að flúra. Gunnar var að flúra á ráðstefnunni ásamt Hreini Loga, sem vinnur með honum á element Tattoo í Osló, en Jóri veit ekki hvort að hann væri eini Íslendingurinn sem var að fá sér flúr.
 
Myndin sem Jóri valdi er á hægri handlegg hans og sýnir dreng með dagblað, þar sem fyrirsögnin er örlög Titanic. En af hverju valdi hann þessa mynd?
 
„Ég valdi þessa mynd af því mér finnst hún fanga atmosphere-ið sem hefur myndast eftir slysið. En þetta er bara fyrsta myndin í heilu sleeve,“ segir Jóri, sem ætlar að láta Gunnar gera alla ermina.
 
En hvernig byrjaði þessi gríðarlegi áhugi á Titanic?
„Þetta byrjaði þegar myndin kom fyrst út en þá var ég 7 ára,“ segir Jóri. „Pabbi og mamma fóru á hana í bíó og komu svo heim og sögðu mér frá henni. Ég var auðvitað of ungur til að fara á hana í bíó.“ Stuttu seinna var myndin gefin út á VHS og Jóri var með þeim fyrstu til að leigja hana. „Um leið og ég byrjaði að horfa á hana þá bara klikkaði eitthvað,“ segir Jóri sem heillaðist gjörsamlega af myndinni og segist hann stundum hafa horft á hana allt að þrisvar sinnum á dag. „Og hún er þrír klukkutímar!“
Auk þess að hafa horft á myndina oftar en hann getur talið á Jóri fjölda minjagripa sem tengjast myndinni, bækur, myndina í öllum útgáfum, spil, kort, pússluspil, svo fátt eitt sé talið.
 
En Titanic er ekki bara risastórt áhugamál, heldur má segja að skipið tengist einnig sambandi Jóra. Hann og eiginmaður hans, Arnar Þorsteinsson, kynntust 15. apríl 2014 á 102 ára afmæli Titanic. Fyrir tveimur árum síðan fóru þeir helgarferð á slóðir Titanic í Belfast á Írlandi, þar sem Arnar bað Jóra 29. maí á 25 ára afmæli Jóra.
 
En skyldi Arnar vera kominn með delluna líka? „Nei,“ segir Jóri og hlær, „hann var að kanna hótelbarinn á meðan.“ Hótelbarinn er staðsettur í salnum sem Titanic var teiknað í og gistu hjónin að sjálfsögðu á Titanic hótelinu.
 
Hótelbarinn eins og salurinn lítur út í dag.
Titanic teiknað.

„Þess má geta að fyrirtæki sem á þúsundir hluta sem hafa verið teknir frá flakinu er að fara á hausinn og safnið í Belfast er að reyna að bjóða í hlutina á uppboði til að fá hlutina „heim“ á safnið,“ segir Jóri.

 

Jóri fyrir framan Titanic safnið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

54 ára sænsk sjónvarpsstjarna útskýrir af hverju hún elskar að deita yngri karlmenn

54 ára sænsk sjónvarpsstjarna útskýrir af hverju hún elskar að deita yngri karlmenn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jói Fel 55 ára og ber að ofan – „Sit uppi með þetta útlit núna“

Jói Fel 55 ára og ber að ofan – „Sit uppi með þetta útlit núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinkonurnar opna sig um erfiða lífsreynslu – Gurrý um Gillz: „Læknirinn […] segir við okkur: „Þið megið bara búast við því að hann sé að fara““

Vinkonurnar opna sig um erfiða lífsreynslu – Gurrý um Gillz: „Læknirinn […] segir við okkur: „Þið megið bara búast við því að hann sé að fara““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hringaberinn stal senunni í brúðkaupinu – „Mögulega hægasta ganga upp að altarinu í sögunni“

Hringaberinn stal senunni í brúðkaupinu – „Mögulega hægasta ganga upp að altarinu í sögunni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“