fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

AFMÆLISBÖRN DAGSINS: 8. maí – Ofurskinkan Trisha Paytas, Sir David Attenborough og Ásgeir Sigurvinsson

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 8. maí 2018 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspekin segir að fólk fætt þennan dag sé viljasterkt, hvetjandi, agað og mikið fyrir áskoranir.

Þau elska að ögra, bæði sjálfum sér og öðrum en þessir eftirsóttu eiginleikar sem nefndir eru að ofan gera þetta að eftirsóttum einstaklingum sem vanalega ná nokkuð góðum frama á sínu sviði.

Það sem háir þessu fólki svolítið er hvað þau eiga erfitt með að taka fyrirvaralausum breytingum en það er eflaust af því þau eru sjálf svo góð í að stjórna og skipuleggja að það fer í taugarnar á þeim að hafa ekki töglin og haldirnar, eða að minnsta kosti yfirsýn, yfir sem flestu.

 

Þessir snillingar eiga allir afmæli í dag:

Trisha Paytas 1988

Stórkostlega fyndin og skrítin YouTube stjarna með 3.7 milljón fylgendur. Eitt af hennar sérsviðum er að borða mjög mikið af mjög óhollum mat og vera eins skinkuleg og hægt er að vera. Hér er nýjasta myndbandið hennar á YouTube. Fór í loftið fyrir 6 kls og þegar þetta er pikkað inn hafa um 80.000 notið þess að horfa á hana borða makkarónur með ostasósu. Spes? Já.

Sir David Attenborough 1926

Rithöfundur & framleiðandi sem hefur algjörlega heillað heiminn upp úr skónum með ást sinni á náttúrunni og færni í að miðla bæði myndum og þekkingu til annara náttúruunnenda. Margverðlaunaður snillingur sem fagnar 91 árs afmælisdegi í dag. Hér heilsar hann upp á letidýr með frábærum árangri.

Keith Jarrett 1945

Jazz píanistinn Keith Jarrett spilar á píanó eins og Jimi Hendrix spilaði á gítar, Picasso á penslana og Mae West á karlmenn. Algjör goðsögn meðal djassunnenda. Hér tekur hann lagið Summertime. Sjón er sögu ríkari.

Ásgeir Sigurvinsson 1955

Goðsögn meðal knattspyrnumanna. Spilaði með Stuttgart, FC Beiern og ÍBV. Þjálfaði einnig Fram og landsliðið og spilaði með landsliðinu svo fátt eitt sé nefnt. Mikill afreksmaður eins og heyra má á þessari yfirferð:

Enrique Iglesias 1975

Söngvarinn og hjartaknúsarinn Enrique er stórstirni í hinum spænskumælandi heimi. Hér er nýjasta framlagið frá honum og Pitbull. Move to Miami.. með texta. Nú er bara að læra hann utan að og skaka sér… eða ekki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“