fbpx
Laugardagur 21.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Glansher Siðmenntar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 7. desember 2018 09:00

Selma Björnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnarstjórar eru þau kölluð sem stýra athöfnum lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar, félags siðrænna húmanista. Sjá þau um nafngiftir, fermingar, giftingar og útfarir líkt og prestar og klerkar í öðrum trúfélögum. Athygli vekur hversu margir af athafnarstjórunum eru nafntogaðir einstaklingar. Frægt fólk úr hinum ýmsu geirum þjóðfélagsins.

Í dag eru á þriðja þúsund félagsmenn í Siðmennt sem er innan við eitt prósent af þjóðinni. Hins vegar hefur fjölgað hratt í félaginu og til samanburðar má nefna að árið 2014 voru félagsmenn einungis rúmlega sex hundruð. Íslendingar leita í síauknum mæli í þjónustu Siðmenntar og má sérstaklega nefna að borgaralegar fermingar hafa verið mjög vinsælar.

 

Selma Björnsdóttir

Selma er nýtekin við stöðu athafnarstjóra á höfuðborgarsvæðinu og sinnir öllum athöfnum sem í boði eru. Selma er ein af ástsælustu leik- og söngkonum landsins. Meðal annars söng hún tvívegis fyrir Íslands hönd í Eurovision og lenti í öðru sæti árið 1999. Á heimasíðu Siðmenntar segir hún að hana langi til að gefa af sér á mikilvægum stundum í lífi fólks.

Hörður Torfason

Hörður Torfason hefur verið athafnarstjóri hjá Siðmennt frá árinu 2012, um það leyti sem félagið fékk lögformlega skráningu og vígsluréttindi. Hörður sá um fyrstu giftingu samkynhneigðra á Íslandi sumarið 2012 en hann hefur einmitt lengi verið baráttumaður í þeim málaflokki.

Mörður Árnason

Mörður var einn af þeim þingmönnum sem vöktu athygli árið 2010 fyrir að sækja hugvekju Siðmenntar í stað messu í upphafi þings. Þá var hann þingmaður Samfylkingarinnar. Hinir voru Katrín Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Skúli Helgason. Mörður er einn af fremstu íslenskumönnum landsins og hefur meðal annars gefið út íslenska orðabók.

Helga Vala Helgadóttir

Lögmaðurinn og leikkonan Helga Vala Helgadóttir hefur verið athafnarstjóri síðan árið 2016 og sinnir öllum athöfnum í Reykjavík. Helga hafði tveimur árum áður fengið viðurkenningu frá félaginu fyrir störf í þágu mannréttinda. Árið 2017 tók Helga Vala sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna.

Hákon Guðröðarson

Hákon er ungur lífskúnstner sem samkvæmt heimasíðu Siðmenntar geymir bónda í hjarta sér. Nýlega tók hann við stöðu sem athafnarstjóri á Austurlandi. Hákon rekur Hildibrand hótel í Neskaupstað ásamt eiginmanni sínum. Þá er hann einnig þekktur sem dragdrottningin Amma andskotans.

Gylfi Ólafsson

Gylfi hefur verið athafnarstjóri síðan árið 2015 á Ísafirði. Hann er heilsuhagfræðingur og tók nýlega við stöðu sjúkrahússtjóra þar í bæ. Gylfi er þungavigtarmaður innan Viðreisnar. Hann starfaði áður sem aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og seinna var hann oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, en náði ekki inn á þing.

Margrét Gauja Magnúsdóttir

Margrét er vel þekkt úr bæjarstjórnarpólitíkinni í Hafnarfirði en þar sat hún lengi fyrir Samfylkinguna. Þá hefur hún einnig tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður. Íslendingar kynntust Margréti fyrst í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1988. Þá söng hún Sólarsömbu með föður sínum Magnúsi Kjartanssyni. Margrét hefur verið athafnarstjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan 2016 og sinnir öllum athöfnum.

Anna Pála Sverrisdóttir

Anna Pála var mjög áberandi í þjóðfélagsumræðunni fyrir nokkrum árum. Um tíma var hún varaþingmaður fyrir Samfylkinguna og tók sæti á Alþingi. Þá var hún einnig formaður Samtakanna ’78. Anna Pála er athafnarstjóri í Reykjavík og sinnir öllu nema útförum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir því að aðeins ógiftar og barnlausar konur mega taka þátt í Miss Universe Iceland

Ástæðan fyrir því að aðeins ógiftar og barnlausar konur mega taka þátt í Miss Universe Iceland
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveinn Andri biðst afsökunar á rasískum búningi

Sveinn Andri biðst afsökunar á rasískum búningi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rauði krossinn vildi ekki Margréti: „Prófaðu bara að gúggla þig“

Rauði krossinn vildi ekki Margréti: „Prófaðu bara að gúggla þig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Bjarna Ben beran að ofan í átökum í Eyjum – Elliði æstur áhorfandi

Sjáðu Bjarna Ben beran að ofan í átökum í Eyjum – Elliði æstur áhorfandi