fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Halldór Helgason tilnefndur sem snjóbrettamaður ársins

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyringurinn Halldór Helgason snjóbrettamaður er tilnefndur til þriggja verðlauna af vinsælasta og virtasta tímaritinu í snjóbrettaheiminum, Transworld Snowboarding.

Halldór er tilnefndur annað árið í röð sem snjóbrettamaður ársins, en þau verðlaun eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims, sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda tímaritsins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd.

Atriðið sem Halldór er tilnefndur fyrir er úr myndinni The Future of Yesterday, sem kom út i haust. Myndin er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins en bróðir Halldórs, Eiríkur Helgason, er einnig með atriði í myndinni.

Aðrir sem tilnefndir eru sem snjóbrettamenn ársins eru Torstein Horgmo, Kazu Kokubo, Eric Jackson og Austin Sweetin. 

Halldór er einn af viðmælendum í þriðju seríu Atvinnumenn Íslands sem Auðunn Blöndal vinnur nú að.

Fylgjast má með Halldóri á Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Í gær

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“