fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kevin Bridges vinsælasti grínisti Skotlands mætir til Íslands í apríl

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn Kevin Bridges kemur til Íslands í apríl, en miðasala hefst á morgun, þriðjudag.

Sýningin hans, Brand New, hefur fengið lof gagnrýnenda og sló rækilega í gegn í heimalandinu, þar sem hún seldi upp hvorki meira né minna en 19 kvöld á hinum goðsagnakennda stað, The Hydro í Glasgow.

Kevin hefur sést reglulega á sjónvarpsskjánum undanfarin ár. Hann var í aðalhlutverki í þáttum á borð við Live at the Apollo og Have I Got News For You og gerði svo heimildarmyndaþáttaröðina Kevin Bridges – What’s the Story fyrir BBC1 sem hlaut mikið lof, en hún fjallaði um Commonwealth leikina og skosku þjóðarakvæðagreiðsluna.

Kevin gaf út sjálfsævisöguna We Need to Talk About…Kevin Bridges árið 2014 sem seldist vel og varð að Sunday Times metsölubók. Hann fylgdi útgáfunni eftir með áritunartúr um allt Bretland.

Fyrri uppistandstúrar Kevins hafa slegið alls konar sölumet og hlotið hin ýmsu verðlaun, til dæmis frá Ticketmaster og Ents24 fyrir að vera þær þær uppistandssýningar sem seldu miðana hraðast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi