fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Elín Kára – Verslunarferð Húsfreyjunnar 101

Elín Kára
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist í jólin og þá finnst Húsfreyjunni mikilvægt að hafa tillitssemi í huga þegar farið er í verslunarferðir – sérstaklega í matvöruverslanir.

Fyrst af öllu, komdu undirbúin. Vertu með tossalista á pappír eða notaðu símann. Húsfreyjan notar til dæmis alltaf Trelló. Reyndu að raða innkaupalistanum upp eins og verslunin er uppstillt. (Flestar verslanir eru mjög svipaðar í skipulagi og þú ferð iðulega í þá sömu).

Vertu viss um að þú sért með veskið á þér. Það ekkert til sem heitir að „skjótast út á bílaplan“ á jólunum.

Inn í versluninni sjálfri

Þú ert ekki ein/n að versla, sérstaklega ekki í jólaörtröðinni. Það eru margir sem þurfa að komast framhjá þér. Ekki leggja kerrunni þvert í ganginum þegar þú ert að skoða í hillunum, þannig að enginn kemst framhjá þér.

Ef þú manst allt í einu eftir einhverju sem þú gleymdir, ekki taka 180° beygju með kerruna með þér um leið og þú fattar það. Horfðu í kringum þig og taktu svo beygjuna (alveg eins og í umferðinni).

Ekki láta marga bíða eftir þér vegna seinagangs.

Ef svo ótrúlega vil til að þú rekst á vin eða ættingja, í guðanna BÆNUM færið ykkur aðeins til hliðar ef þið þurfið endilega að ræða saman. Ekki stoppa í miðjum ganginum og búa þannig til hringtorg sem enginn óskaði eftir. Vertu ekki fyrir!

Húsfreyjan stóð eitt sinn rétt hjá tveimur karlmönnum sem voru að tala saman, báðir með sitthvora kerrunna. Svo byrjar annar karlinn að labba af stað með kerruna á undan sér á sama tíma og hann var að kveðja. Hann horfir ennþá til hins mannsins því það þurfti að hlæja aðeins meira og um leið keyrir hann á Húsfreyjuna!! Húsfreyjuna sjálfa, sem þá var ólétt og mjög umfangs mikil! Maðurinn fékk illt augnarráð og honum var bent á að vera meðvitaður um hvað hann væri að gera og fékk að heyra: „Það er allt í lagi að vera svolítið vakandi svo menn keyri ekki niður annað fólk.“  (Fáviti!).

Smakkbásar

Um að gera að smakka. Aftur! það er fólk sem er að reyna rölta framhjá þér. Reyndu að lágmarka tímann á básnum. Þetta er smakkbás, ekki hádegishlaðborð. Smakkbásar eru hafðir aðeins til hliðar af ástæðu, ekki labba að básnum og setja körfuna þversum í gangveginn á meðan. Ótrúlegt þetta fólk sem heldur í körfuna sína, rennur henni svona þversum og horfir ekkert í kringum sig. Augun eru svo heltekin að smakkinu að hugurinn gleymir öllu þannig að tillitssemi fær að víkja. Höfum þetta í lagi!

Borga við kassann

Fyrst af öllu, sýnum starfsfólki virðingu. Heilsaðu þeim og þakkaðu fyrir þig.

Áður en þú labbar að kassanum, farðu yfir hvort þú sért með allt sem þú ætlar að kaupa í þessari ferð.

Það er fátt hallærislegra og meira óþolandi þegar maður er á eftir aðila sem man allt í einu eftir því að hann gleymdi mjólkinni. Hleypur innst inn í verslunina og kemur tilbaka með mjólk, oststykki og tvo smurosta (sönn saga) og það eru ALLIR að bíða eftir honum.

Raðaðu á færibandið eins og þú hefur hugsað þér að raða í pokana. Stóru og þungu hlutirnir fyrst, svo endar þú á mjúku og viðkvæmu hlutunum. Þetta flýtir fyrir.

MJÖG mikilvægt atriði – settu í pokann um leið og starfsmaðurinn er búin að skanna vöruna. EKKI horfa á starfsmanninn renna öllum vörunum þínum í gegn og byrja svo að setja í poka! Gerðu ÖLLUM greiða og settu strax í poka. Um leið og starfsmaðurinn er búinn að renna öllum vörunum þínum, vertu tilbúin við posann með rétt kort uppi við (eða peninginn) til að borga.

Ef tveir eru saman að versla, þá skuluð þið skipta með ykkur verkum. Annar tekur upp úr körfunni, hinn setur ofan í poka. Verið búin að ræða það hvort ykkar á að borga. Ekki taka umræðu um það við kassann.

Með þessu ættir þú að geta labbað í burtu með vörurnar þínar um leið og þú ert búinn að borga. Ef þú ert einn og ert ekki mjög fljót/ur þá skaltu endilega taka körfuna þína til hliðar og gera allt sem þú getur til að sýna næsta aðila tillitsemi. Fólk kann að meta það.

Vertu með allt í kerrunni áður en þú ferð á kassann.

Skoða strimilinn

Ef þú þarft að skoða strimilinn, þá skaltu klára að setja allar vörur í pokann, færðu þig til hliðar og skoðaðu strimilinn þar. Ef þú hefur athugasemdir, þá skaltu koma aftur að kassanum og spyrja við hvern væri best að tala, þar sem þú ert með smá athugasemd við strimilinn.

Ekki æsa þig, öskra eða eitthvað annað asnalegt. Það er enginn að reyna féfletta þig, það eru allir að gera sitt besta. Öll svona smá mál er hægt að leysa. Öndum inn og út. OG starfsmaður á kassa stýrir ekki verðlagningu eða öðru í búðinni, hann er bara að vinna vinnuna sína eftir bestu getu.

Jólastressið minnkað

Það er nóg stress fyrir jólin. Ef menn myndu temja sér eitthvað af þessu, helst allt, þá munu verslunarferðir ganga miklu betur. Með því að vera skipulagður og með kveikt á meðvitundinni, þá gengur þetta hraðar. Ef þú ert með tossalista sem farið er eftir, þá eru líka meiri líkur á því að þú munir eftir öllu og kaupir ekki eins mikinn óþarfa.

Til hamingju með að hafa klárað „Verslunferð Húsfreyjunnar 101, VFH101“ – nú er komið að verklega hlutanum. Farðu eftir þessu.

-Húsfreyjan og húsbóndinn-

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar