Á Mjóeyri við Eskifjörð býr óvenju gæfur refur sem hefur á stuttum tíma eignast ótal aðdáendur. Kristín Hávarðardóttir náði þessu skemmtilegu myndskeiði af því þegar rebbinn brá á leik við 8 ára son hennar, hann Hauk. Eins og sjá má fór vel á með þeim félögum.
„Hann er búsettur á Mjóeyri við Eskifjörð. Hjónin sem reka ferðaþjónustuna þar hafa hann þarna á eyrinni. Hann gengur alveg laus, leikur sér við gesti og gangandi og hefur talsvert aðdráttarafl,“ segir Kristín í samtali við DV en hún er búsett á Nesskaupsstað ásamt fjölskyldu sinni og gerðu þau sér sérstaka ferð til Mjóeyrar til heimsækja rebbann.
Refurinn gæfi hefur undanfarnar vikur verið á vappi um svæðið, heimamönnum og gestum til mikillar ánægju. Kristín segir hann helst líkjast litlu hvolpi.
„Hann er algerlega ótaminn, bara elst upp með og nálægt börnum, öðrum dýrum og svo fullorðnum.Þetta var alveg ofur krúttlegt og þessi ungi refur bræddi okkur öll. Hann var ekki alveg jafn aðgangsharður við hin börnin mín, en ofsalega skemmtilegur. Núna geta norðmennirnir hætt að syngja um What did the fox say!“ segir Kristín jafnframt en þeir sem vilja heilsa upp rebbann mega ekki bíða of lengi þar sem að hann dvelur veturlangt í óbyggðunum í Oddskarði og mun væntanlega hverfa þangað á næstu dögum.
https://www.facebook.com/748441304/videos/10155779080721305/UzpfSTM4MjU1OTI5NTI1OTI2ODoxMDU3NzgzMjc3NzM2ODYz/?fb_dtsg_ag=Ady_02T69fmDIfWKF41zE91qWQokzOiQCT5zsYFXVNHYeg%3AAdz8i3ErE5CFKhW4weTofWliPgZVU-6StGjI4j6P4WMwvQ