fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Þess vegna er táfýla af sumum og svona er hægt að losna við hana

Fókus
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 15:00

Þessi er með lyktarskynið í góðu lagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn geta að sjálfsögðu útskýrt af hverju táfýla leggst á fætur sumra og í framhaldinu hefur hugvitssamt fólk búið til leiðbeiningar um hvernig á að draga úr líkunum á að anga langar leiðir af táfýlu.

Þvert á það sem margir telja þá er það ekki sviti sem veldur táfýlu, að minnsta kosti ekki beint. Sviti er í raun lyktarlaus en táfýla myndast þegar illaþefjandi, gasmyndandi bakteríur gæða sér á sveittum, dauðum húðflögum sem eru fastar í skóm eða sokkum.

En hvað er til bragðs? Fólkið á bak við Reactions: Everyday chemistry rásina á YouTube segir að það sé hægt að gera margt til að draga úr táfýlunni að sögn Metro.

  1. Þvo og skrúbba fæturnar: Það er reynandi að þvo fæturna með bakteríudrepandi sápu og nota vikurstein til að fjarlægja dauða húð.
  2. Sokkar: Gættu þess að sokkarnir séu úr efni sem andar, til dæmis bómul, og það þarf eiginlega ekki að taka það fram að það á að skipta um sokka daglega.
  3. Haltu skónum ferskum: Þeir þurfa ekki að vera nýir en þú ættir að skilja þá eftir úti til að viðra þá þegar þú kemur heim.
  4. Svitalyktareyðir: Þú kannast örugglega við svitalyktareyði, svona eins og er notaður á handarkrikana. En vissirðu að það er hægt að nota svoleiðis á fæturna? Það er satt.

Það ætti því að vera hægt að halda sér táfýlulausum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“