fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Ísbjörninn reyndist vera sauðkind – Dýrið var stórt og hvítt og starði á hana

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að hvítabirninum á Melrakkasléttu lauk um klukkan 16:30 í dag. Þyrla landhelgisgæslunnar ásamt lögreglu flaug yfir svæðið frá þeim punkti þar sem talið var að sést hafi til hvítabjarnarins. Björninn fannst hvergi og hefur leit verið hætt. Mennirnir sem töldu sig hafa séð björninn heita David Zehla frá Madagascar en hann starfar sem leiðsögumaður en með í för var vinur hans Raphael Emine frá Íran.

Mennirnir voru við veiðar í Hraunhafnará þegar hrópað var að ísbjörn væri í 60 til 70 metra fjarlægð. Zehle lýsir því sem fyrir augu bar á þessu leið á samskiptamiðlum.

„Ég hafði engan tíma til að ganga úr skugga um hvort um björn eða kind væri að ræða. Ég sá eitthvað óvenju hvítt. Veiðifélagi minn kvaðst viss í sinni sök að þarna væri um björn að ræða. Við fengum áfall og tókum á rás til að bjarga lífi okkar.“

Zehle tjáði sig einnig við Morgunblaðið að hann sé ekki með góða sjón en kvaðst hafa séð eitthvað stórt drekka vatn úr læk. Mennirnir hlupu fjögurra kílómetra leið.

„Við erum ekki alveg vissir hvort það sé björn á svæðinu eða ekki. Ef þetta var ekki björn, þá er um að ræða mest ógnvekjandi kind í víðri veröld og allir munu gera grín af okkur.“

Í dag var leitað vel yfir svæðið, austur og vestur yfir Melrakkasléttuna, inn í land og meðfram ströndinni en ekkert hefur sést til hvítabjarnarins. Leit er því lokið að sinni og segir í skeyti lögreglu: „Við áréttum enn og aftur ef að fólk verður vart við dýrið skal hafa samband við 112.“

Ef um kind er að ræða, er það ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn ruglast á þeim og ísbjörnum. Árið 2012 sagði Pressan frá Selatalningu á Hvammstanga þar sem brasilísk kona óskaði eftir aðstoð. Talningin gekk nokkuð greiðlega fyrir utan eitt atvik þar sem bjarga þurfti brasilískri konu undan rollu sem gerði henni hana sturlaða af hræðslu. Konan hafði ekki verið lengi á landinu og var ein að telja. Stuttu eftir að talning hófst hringdi hún skelfingu lostin og sagði að ekki langt frá stæði stórt hvítt dýr og starði á hana. Hún stóð frosin og þorði hvorki að hreyfa legg né lið og miðað við lýsingar var talið að um ísbjörn væri að ræða.

Í frétt Pressunnar kom fram að konan hafði aldrei séð kind á ævinni og skildi ekki hvað þetta  stóra ógnvekjandi dýr væri að glápa á sig. Það varð að senda mann og bjarga henni undan óargadýrinu.

Það er því óskandi að um kind hafi verið að ræða sem þeir félagar sáu á Melrakkasléttu. Bæði fyrir okkur og dýrið, en öll bjarndýr sem villast hingað eru drepin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“