fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Leita að Íslendingi til að sinna (líklega) besta starfi í heimi

Auður Ösp
Mánudaginn 9. júlí 2018 16:00

Bali er sannkölluð ferðamannaparadís. Ljósmynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega myndu fáir Íslendingar hata það að eyða á tveimur vikum á paradísareyju, þar sem flug, gisting og uppihald er innifalið og fá þar að auki greidd laun fyrir ferðina. Nýleg starfsauglýsing Kilroy ferðaþjónustufyrirtækisins lofar öllu þessu, og meira til. En skilyrðin eru sömuleiðis nokkur. Viðkomandi einstaklingar þarf til að mynda að vera svokallaður áhrifavaldur á samfélagsmiðlum.

Í auglýsingu Kilroy er óskað eftir „flottum og skapandi einstaklingi“ sem vill koma með Kilroy til Balí og skapa flott myndefni og myndbönd  í leiðinni. Ferðafélagarnir eru meðal annars aðrir áhrifavaldar frá Norðurlöndum.

„Hvernig hljómar að taka dýfu við gullfallegan foss á Balí? En að snorkla í kristaltærum sjó? Hvað með að læra að surfa í hitabeltisloftslagi? En að upplifa allt þetta og meira til þér að kostnaðarlausu? Erum við búin að fanga athygli þína? Frábært!“

segir meðal annars í auglýsingu ferðaskrifstofunnar. Fram kemur að einstaklingurinn muni taka þátt í skipulagðri ferð Kilroy, skapa efni sem viðkomandi mun síðan birta á sínum miðlum ásamt því að Kilroy áskilur sér rétt til að nota efnið í kynningar á sínum vegum.

Ljósmynd/Getty
Ljósmynd/Getty

Farið verður í ferðina 25.ágúst næstkomandi og áætluð heimkoma er 7.september en innifalið er flug,gisting, uppihald, surfbúðir og skipulagðar ferðir.

Skilyrði er að viðkomandi hafi að lágmarki 5.000 íslenska fylgjendur á Instagram og þá þarf viðkomandi að vera á aldrinum 18 til 25 ára, félagslyndur, ævintýragjarn, sveigjanlegur í samvinnu og fær um skapa fallegt myndefni.

Hér má finna auglýsingu Kilroy.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun