fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Ótrúleg saga Brands: Getur ekki gengið og lærði því að fljúga

Auður Ösp
Mánudaginn 2. júlí 2018 21:31

Ljósmynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinirnir Alex, Brian og Eric koma frá Bandaríkjunum og hafa slegið í gegn með sjónvarpsþáttum sínum á Youtube þar sem þeir ferðast um heiminn og ræða við einstaklinga með magnaðar lífsreynslusögur. Einn af viðmælendum þeirra er hinn íslenski Brandur Bjarnason Karlsson sem lamaðist fyrir neðan háls á þrítugsaldri og er í dag bundin hjólastól. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan lýsa þáttagerðarmennirnir kynnum sínum af Brandi og einstöku viðhorfi hans til lífsins.

Á sínum yngri árum var Brandur virkur í íþróttum, stundaði júdó og körfubolta og gekk á fjöll en ári eftir ferðalag til Perú fór hann smám saman að missa mátt í útlimum og nokkrum árum síðar var hann orðinn lamaður fyrir neðan háls. Læknum hefur ekki tekist að finna skýringu á lömuninni.

„Lífið mitt breyttist svo mikið þegar ég lamaðist að ég í raun missti öll tengsl við fortíðina,“ segir Brandur í myndskeiðinu.

„Tilhugsunin um að þetta væri að verða búið veitti mér ró. Af því að mér fannst ég vera byrði á öllum í kringum. Ég var búin að missa allt það sem hafði mótað sjálfsmyndina mína,“ bætir hann við en hann er 36 ára í dag.

Hann lýsir því jafnframt hvernig honum tókst að breyta hugarfarinu og búa til „nýjan Brandur“ eftir að honum varð ljóst að fyrrum framtíðarætlanir hans áttu ekki eftir að ganga upp. Hann lærði að mála myndir með munninum og með mikilli þrautseigju tókst honum að láta draum sinn rætast – að svífa um loftin blá með svifvængjakennara.

Rætt er við Gísla Steinar Jóhannesson, svifflugvængjaflugmann en það er honum að þakka að draumur Brands varð að veruleika. Með hjálp sérfræðinga lét Gísli sérhanna grind fyrir Brand til að sitja í en ferlið tók eitt og hálft ár. Gísli kveðst í fyrstu hafa sagt nei við Brand varðandi möguleikann á að fljúga en hann hafi fljótlega skipt um skoðun.

„Mér leið ömurlega að hafa sagt nei við hann vegna þess að hann er eins og ég. Hann þyrstir í ævintýri, enda náðum við strax vel saman. Það var aðal hvatinn á bak við þetta allt saman,“

segir Gísli og bætir við að þegar hann detti niður í sjálfsvorkunn þá hugsi hann til Brandurs, en ekki vegna þess að hann vorkenni honum, heldur vegna þess að hann lítur upp til hans.

„Þetta snýst um það hvernig þú lítur á vandamálin fyrir framan þig. Það er auðvelt að smitast af viðhorfi Brands þegar þú ert í kringum hann.“

Og bandarísku þáttagerðarmennirnir eru ekki síður heillaðir af lífsviðhorfi Brands.

„Það er auðvelt að líta svo á að lífið sé búið ef maður lendir í því sem kom fyrir Brand. En fyrir honum var þetta ný byrjun. Hann er lifandi sönnun þess að lífið er ekki það sem kemur fyrir þig heldur hvernig þú bregst við því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar