fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
FókusKynning

Flúðasveppir: Lífræn mold úr svepparæktun er frábær gróðurmold og áburður

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flúðasveppir hafa lengi framleitt framúrskarandi sveppi og annað grænmeti á matarborð landsmanna. Moldin sem þessar heilnæmu matvörur eru ræktaðar í nýtist líka sem frábær gróðurmold og áburður.

„Þessi mold er sérstök vegna þess að hún er meðhöndluð eftir svepparækt. Þess vegna er moldin svona góð. Þegar við erum búin að rækta sveppina í massanum þá hitum við hana upp í 80 gráður og sjóðum hana út, eins og við köllum það. Þá sótthreinsast hún algjörlega, við látum hana moltast hérna úti á plani upp á nýtt og þá verður þetta frábær molta,“ segir Georg Ottósson, framkvæmdastjóri Flúðasveppa.

Í öllum betri gróðurbúðum og einnig í Bónus eru til sölu Flúðamold, Lífrænn massi og Heklu-Vikur, allt gróðurvörur í neytendaumbúðum frá Flúðasveppum.

„Flúðamoldin er blönduð með hreinni mómold frá okkur sem við tökum úr jörðinni hjá okkur. Þetta er algjörlega íslensk mold sem verður til með þessari aðferð, að blanda massanum saman við mómold,“ segir Georg.

„Lífræni massinn er alveg hreinn, alveg eins og hann kemur af beðinu. Hann er nokkuð sterkur og hægt að nota hann sem áburðarefni. Þá þarf engan tilbúinn áburð. Massinn er mjög góður á beð sem áburður eða blandaður við góða mold.“

Íslenskur vikur er mjög gott ræktunarefni og Flúðasveppir hafa sett vöruna Heklu-vikur á markað í handhægum og smekklegum neytendaumbúðum. „Heklu-vikur er ræktunarefni sem við notum mikið í gróðurhúsunum okkar til að létta moldina. Við notum hann mikið við eigin ræktun á tómötum og papriku,“ segir Georg.

Gífurlegt magn af mold verður til hjá Flúðasveppum og er hún endurunnin með því að setja á túnin á landareign fyrirtækisins. Endurunnin er þessi mold afbragðsefni í ræktun og áburð. „Við erum stolt af þessari vöru því við þekkjum hvað hún hefur nýst okkur frábærlega við okkar eigin ræktun,“ segir Georg að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7