fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Þingkona selur húsið á yfirverði

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. apríl 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson Hefur setið á þingi fyrir Viðreisn síðan árið 2016

Hanna Katrín Friðriksson, sem situr á Alþingi fyrir Viðreisn, og eiginkona hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator, seldu glæsilegt raðhús sitt í Fossvogi á dögunum. Endanlegt söluverð eignarinnar var 97 milljónir króna sem var einni milljón króna hærra en ásett verð þegar húsið var auglýst.

Hanna Katrín og Ragnhildur keyptu húsið í apríl 2006 og hafa því búið í Fossvoginum í rúm tólf ár. Þar hefur þeim liðið vel ef marka má orð Ragnhildar á Facebook-síðu sinni þegar eignin var auglýst til sölu í byrjun árs. „Þá er fjölskyldan í Logalandinu farin að hugsa sér til hreyfings og húsið komið á sölu. Þetta er dýrðarinnar hús (og garður!) og hér hefur farið vel um okkur fjórar alla grunnskólagöngu dætranna. Við mælum með þessu fyrir ykkur eða vini ykkar, sem hafa alltaf þráð að búa á besta stað í Fossvogi,“ skrifaði Ragnhildur.

Húsið í Logalandinu er 231 fermetri að stærð og skiptist í fjögur svefnherbergi, tvær stofur og tvö baðherbergi.  Hjónin keyptu húsið á 67 milljónir króna á sínum tíma.

Það verður því nóg að gera hjá Hönnu Katrínu og Ragnhildi í sumar en þær eiga að afhenda húsið í síðasta lagi þann 1. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir