fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sláum skjaldborg um saksóknarann

Egill Helgason
Föstudaginn 20. mars 2009 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður finnur að farið er að gæta vaxandi óþreyju með sérstaka saksóknarann. Þetta hefur brotist fram eftir viðtal sem birtist við hann fyrr í vikunni.

Viðtalið var ekki mjög heppilegt og maður veit ekki alveg hvað vakti fyrir Ólafi Haukssyni. Var þetta aðferð hans til að segja að hann þyrfti að fá fleiri starfsmenn, meira fjármagn, betri aðstöðu?

Því það þarf embætti hans vissulega.

En það er mjög mikilvægt að við stöndum með embættinu – eins og sakir standa höfum við vart úr öðru að moða en saksóknaranum og rannsóknarnefnd Alþingis í leitinni að réttlæti.

Fjármálaeftirlitið og efnahagsbrotadeild lögreglunnar virðast eiginlega vera úr leik.

Það er afar mikilvægt að þeir sem telja sig hafa upplýsingar um saknæmt athæfi komi þeim til saksóknarans eða rannsóknarnefndarinnar – og að við sláum skjaldborg um þessa aðila.

Þeir munu þurfa á vernd almenningsálitsins að halda; það er verra ef það snýst alltof fljótt gegn þeim.

Ég hef ekki trú á öðru en að þeir ætli að gera sitt besta. Og vonandi hafa þeir líka vit á að nýta þá krafta sem Eva Joly býður fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki