fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Sóðabæli

Egill Helgason
Laugardaginn 5. apríl 2008 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík er ótrúleg sóðaborg.

Maður veit ekki hvað þarf að gera til að breyta þessu.

Borgin er nú orðið sóðalegri en flestallar borgir sem ég þekki í Evrópu. Maður sér draslið vel þegar vorar aðeins.

Kannski þarf aftur að fara í átak eins og „hrein torg – fögur borg“ hér um árið.

Það skilaði miklum árangri á sínum tíma.

Sinnuleysið er á furðu mörgum sviðum. Stundum finnst manni eins og borgin fylgist ekki með.

Snemma í vetur hengdu einhverjir brandarakallar einhvers konar jólaskraut utan um hálsinn á styttunni af séra Friðriki sem stendur fyrir neðan Bernhöftstorfuna. Og líka um hálsinn drengnum sem er með æskulýðsfrömuðinum og trúarleiðtoganum á styttunni.

Ég athugaði áðan. Það er ábyggilega að verða hálft ár – en draslið hefur ekki verið fjarlægt enn.

Ég ætla ekki að kvarta mikið undan „skemmtigarðinum“ sem er hérna við hliðina á húsinu hjá mér – við svokallaðan Einarsbrunn.

En hann er hreinn viðbjóður. Það virðist enginn hirða um svona svæði. Krakkarnir í MR mega ekki lengur reykja á skólalóðinni svo þeir koma þarna yfir götuna til að fá sér sígarettu.

Og sumir kennararnir líka.

Ég hef reyndar velt því fyrir mér að bjóðast til að taka skemmtigarðinn í fóstur. Ég myndi byrja á að láta fjarlægja sandkassann sem kettirnir hafa ekki einu sinni lyst á að pissa í.

Á endanum myndi ég líklega innlima hann í garðinn hjá mér. Ég er ekki með sérlega græna fingur en þetta getur ekki versnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði