fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025

Nýr formaður SÍS tilheyrir B-fólkinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. október 2018 15:00

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti í rúmlega 70 ára sögu sambandsins. Hún er Hvergerðingur í húð og hár, menntuð sem kerfisfræðingur og hefur starfað mikið með menntamál ásamt því að hafa setið í stjórn SÍS í meira en áratug.

Það sem færri vita er að hún er tilheyrir svokölluðu B-fólki, fólki sem vill vakna seinna og fara seinna að sofa. Þegar þingflokkur Bjartrar framtíðar lagði fram frumvarp um að breyta klukkunni á sínum tíma sendi Aldís inn persónulega umsögn þar sem hún bað þingmenn vinsamlegast að breyta ekki klukkunni því þá hyrfi sólarglætan síðdegis. „Við B-fólkið yrðum fyrir gríðarlegum vonbrigðum ef að þessi breyting yrði að veruleika,“ sagði Aldís og bætti við broskalli ætluðum þingmönnum velferðarnefndar. B-fólk á Íslandi á því minnst einn opinberan fulltrúa í efri lögum stjórnmálanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum