fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Litaleikir Hannesar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýútkomnar æviminningar Helga Magnússonar, Lífið í lit, eftir sagnfræðinginn Björn Jón Bragason hafa heldur betur hrist upp í þjóðfélagsumræðunni. Í bókinni rifjar Helgi upp sögu af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sem fékk styrk frá Samtökum iðnaðarins til að gera heimildarmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Helgi, sem var formaður, veitti Hannesi eina milljón króna. Myndin átti að heita Græna hagkerfið en hefur ekki enn litið dagsins ljós.

Hannes hefur þrætt fyrir þetta og sagst hafa þegið peningana til að skrifa greinar í Þjóðmál og önnur tímarit. Ljóst er hins vegar að Samtök iðnaðarins ætluðu ekki að styðja við greinaskrif. Höfðu samtökin skýra stefnu um að veita aðeins styrki til að efla atvinnulíf í landinu.

Hannes er ekki hættur í litaleikjum sínum. Nýverið greindi hann frá því að hann væri á leiðinni til Póllands á alþjóðlega ráðstefnu. Umfjöllunarefnið eru auðlindir hafsins og öryggi á hafi úti, eða „bláa hagkerfið“ eins og Hannes kallar það. Orðið á götunni er að það ætti að vera hægt að næla í einn styrk eða tvo þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Kemur Gyokeres til varnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar