fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Eyjan

Mikil óánægja í röðum VG og útspils Katrínar beðið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 08:00

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að tjá sig um framhald Íslandsbankamálsins í dag að sögn Hennýjar Hinz aðstoðarkonu hennar. Mikil ólga hefur verið í samfélaginu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka nýlega. Þeirrar ólgu gætir einnig í röðum VG.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að nú sé þess beðið hvaða skref Katrín ætli að taka til að reyna að lægja öldurnar, bæði í VG og í samfélaginu. Hún hefur verið erlendis síðustu daga en mun tjá sig um framhald málsins við fjölmiðla í dag að sögn Hennýjar.

Blaðið segir að lykilfólk innan VG hafi ekki vilja tjá sig um málið og bíði nú eftir útspili Katrínar. Bjarni Jónsson, þingmaður VG, hefur gagnrýnt framkvæmd útboðsins og krafist afsagnar bæði stjórnar og forstjóra Bankasýslu ríkisins.

Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, sagði óásættanlegt að Ríkisendurskoðun rannsaki sölu hlutabréfanna en ekki sérstök rannsóknarnefnd. Ríkisendurskoðun skorti heimild til að rannsaka svona alvarlegt mál ofan í kjölinn.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina