fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum

Eyjan
Föstudaginn 26. september 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru aðeins fimm prósent tekjuhæstu skattgreiðenda sem nýta sér samsköttun hjóna. Samsköttunin vinnur gegn því hlutverki kerfisins að jafna tekjur og eykur flækjustig skattkerfisins. Það er ekki óeðlilegt að þeir sem þéna meira greiði meira til samfélagsins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Daði Már Kristófersson-2
play-sharp-fill

Daði Már Kristófersson-2

„Ef við erum sammála um að það séu sameiginleg verkefni sem við ætlum að fjármagna, þá verður allt tal um það hvort að skattar séu þjófnaður eða ekki verður svona pínu holur hljómur í því vegna þess að einhvern veginn þarf að fjármagna þetta. Og það verður spurningin á undan þeim alltaf hvað er bara skilvirkasta leiðin til þess að fjármagna, fjármagna útgjöld ríkisins, fjármagna vegakerfið, fjármagna heilbrigðiskerfið, fjármagna lögregluna. Og það er þá það verkefni sem ég tek við. Við höfum óvenju getum haft þetta þannig að byrðunum sé þokkalega jafnt skipt og með þokkalega skilvirkum hætti,“ segir Daði Már.

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að afnema samsköttun hjóna. Hjón munu áfram geta nýtt persónufrádrátt hvort annars en ekki geta samnýtt skattþrepin.

„Ef annar aðilinn er með tekjur sem eru lægri heldur en efsta skattþrepið sem liggur í eitt komma þremur milljónum, og hinn þar fyrir ofan að þá sé hægt að nota eða samnýta annað skattþrepið. Þetta er þetta er þetta er að hámarki ekki mjög há upphæð. Auðvitað er enginn ánægður með að borga skatta. Það er á margan hátt skynsamlegt, en við erum sammála um að það sé óumflýjanlegt. Af hverju ekki bara að vera með skilvirkt skattkerfi. Og skilvirkt skattkerfi er kerfi sem er einfalt og gegnsætt og auðvelt að hafa eftirlit með. Slíkt kerfi væri þá bara einn flatur tekjuskattur á alla. Þá koma önnur sjónarmið, pólitísk sjónarmið sem snúa að jöfnuði.“

Daði Már segir það gilt sjónarmið að ekki sé sama svigrúm hjá öllum. „Það er eðlilegt í samfélagi sem býr til tækifæri að þeir sem hafa ávaxtað pundið betur en aðrir, að þeir taki stærri byrðar. Og við búum til eitthvert skattkerfi sem er þá einhvern veginn prógressívt, lægra fyrir lægstu tekjurnar og hækkar svo smám saman, og það er það sem er gert hér. Þessi samsköttun er frávik frá þeirri grundvallarhugmyndafræði og það eykur flækjustigið í kerfinu. Það er ekki hægt að reikna það jafnóðum þannig að það hefur alltaf verið reiknað eftir á. Þetta er viðbótarkostnaður við reksturinn á kerfinu sem er í fljótu bragði ekki í samræmi við hlutverk kerfisins að jafna tekjur.“

Eru þetta mjög margir sem falla þarna undir?

„Þetta einangrast við efstu fimm prósentin í tekjudreifingu og nær ekki til þeirra allra af því að efþað eru tveir sem búa saman sem að eru með tekjur sem ná inn í annað skattþrepið eða upp í það þriðja þá hefur þetta engin áhrif.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna

Guðmundur í Brim: Aðildarumsóknin er í gildi – kjósum sem fyrst um framhald viðræðna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.
Hide picture