fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Eyjan

Daði Már Kristófersson: Sannfærður um hallalaus fjárlög fyrir 2027 – samhent ríkisstjórn klárar málin

Eyjan
Fimmtudaginn 25. september 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er einkennilegt hvernig stjórnmálamenn gleyma því umsvifalaust þegar þeir eru komnir úr meirihluta hvað þeim þótti skynsamlegt þegar þeir voru í meirihluta. Það er verið að breyta gjaldtöku af bílum og eldsneyti til að bregðast við því að núverandi tekjustofnar eru að dragast hratt saman vegna tækniframfara. Þetta hafa ríkisstjórnir verið að gera og núverandi ríkisstjórn er ekki að breyta þeirri stefnu. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Daði Már Kristófersson-1
play-sharp-fill

Daði Már Kristófersson-1

„Það sem skiptir mestu máli fyrir mér er að við erum að stíga stærra skref en við héldum að við gætum stigið í vor í að nálgast hallalaus fjárlög. Nú vantar örlítið einungis herslumuninn upp á og ég er algjörlega sannfærður um að það muni takast að skila hallalausum fjárlögum fyrir 2027.“ segir Daði Már.

Já. Þið tókuð við núna í desember. Sátuð náttúrlega uppi með fjárlög þessa árs frá síðustu ríkisstjórn og síðasta þingi. Hér hafði verið sama ríkisstjórn í sjö ár, ekki ríkisstjórn mikilla framkvæmda. Hvernig var aðkoman frá þínum bæjardyrum séð?

„Það lá fyrir töluverður listi af hlutum sem var búið að ræða mjög lengi en átti eftir að framkvæma. Vinnan núna þetta fyrsta hálfa ár hefur að mestu farið í að klára mál, að fara yfir það hvaða rök eru fyrir því að bíða áfram, sem jafnan voru afar léttvæg, og mikilvægi þess að ljúka málum. Það hefur verið stórt skref. Og síðan, umbótavinna inni í bæði ráðuneytinu á þess verksviði, en líka að nýta það að komin er samhent ríkisstjórn og opna fyrir samtalið við hin ráðuneytin um hvað við getum gert betur. Það hefur verið stærsta verkefnið hjá mér núna á þessu hálfa ári.“

Aðspurður um gagnrýni stjórnarandstöðunnar á að í frumvarpinu felist skattahækkanir segist Daði Már telja framsetningu stjórnarandstöðunnar mjög sérstaka. „Við erum auðvitað að hækka veiðigjald en veiðigjald er gjald fyrir afnot af auðlind og gallarnir á þeirri aðferðafræði voru löngu þekktir. Þar var miðað við verð sem endurspeglar ekki eiginlegt verðmæti aflans og þá var einfaldlega verið að leiðrétta það. Annars er ekki verið að gera neina breytingu á reiknireglunni. Ef eitthvað er, er hún milduð umtalsvert. Síðan er stærstur hluti af því sem eftir stendur breytingar á krónutölugjöldum sem þarf að verðlagsuppfæra á hverju einasta ári. Hver einustu fjárlög allra ríkisstjórna hafa innihaldið breytingar á krónutölugjöldum. Pólitíkin er að því leyti sérstök að það er einhvern veginn aldrei ástæða til þess að leiðrétta ef krónutölugjöld hafa ekki fylgt verðlagi, en alltaf virðist vera hægt að finna ástæðu til þess að leiðrétta þau ekki. Og nú ef við ætlum að hafa þessi gjöld og ekki leyfa þeim bara smám saman að hætta að endurspegla kostnaðinn sem þau eiga að fjármagna, þá verður að verðlagsleiðrétta þau.“

Hvað varðar aukna tekjuöflun af bílum og eldsneyti segir Daði Már að einfaldlega sé verið að fylgja stefnu sem hefi verið um mörg ár. „Það er svo skrýtið, sko, ég á ekki að venjast þessu í mínum fyrri störfum, en stjórnmálamenn virðast gleyma því umsvifalaust þegar þeir eru komnir úr meirihluta hvað þeir töldu skynsamlegt meðan þeir voru í meirihluta. Þetta finnst mér mjög sérstakt. Ég alla vega skipti helst ekki um skoðun nema mér sé sýnt fram á að ég hafi rangt fyrir mér. Það er búið að vera mjög víðtæk samstaða um það meðal allra flokka á Íslandi að það þurfi að tryggja að það sé til fjármagn til að viðhalda innviðunum okkar. Við höfum alltaf innheimt þessi gjöld í gegnum olíugjald og bensíngjald, bara álögur á eldsneytið, og það var í sjálfu sér leið sem virkaði ágætlega og er einföld og skilvirk. En það sem hefur verið að gerast á undanförnum tuttugu árum með innleiðingu aðallega tölvutækni og tækniframförum í bílum er að eldsneytisnotkun þeirra hefur verið að minnka en aksturinn ekki. Slitið á vegakerfinu heldur áfram að vera það sama en gjaldstofninn verður minni og minni með hverju árinu og það var sem sagt búið að taka um það ákvörðun að stefna að því að ná þessum gjöldum aftur upp í 1,7 prósent af landsframleiðslu og við erum bara að fylgja þeirri stefnu.“

Þannig að það sem er að gerast er í sjálfu sér að það er ekki verið að hækka skatta, það er verið að breyta gjaldtökunni sem stendur að baki þessari tekjuöflun ríkissjóðs.

„Já, og við getum sagt að það sem hefur alla vega gerst varðandi bílana er að smám saman hefur sá hluti sem þeir greiða, sem eiga eldri og stærri bíla, verið að hækka og hinna verið að lækka. Er það sanngjarnt? Myndum við hafa samþykkt það ef að við hefðum verið með annað fyrirkomulag? Ég held ekki. Og þess vegna finnst mér sem sagt skjóta skökku við þegar að við erum gagnrýnd fyrir það sem er langtímastefna ríkisins og fyrir skattahækkanir þegar að hlutdeild ríkisins í heildarkökunni er að minnka, sem er raunverulega lægri skattbyrði. Af því það er í sjálfu sér engin önnur leið til þess að mæla skattbyrðina en að mæla hana í hlutfalli af landsframleiðslu. Sem hlutfall af landsframleiðslu þá er á tímabili fjármálaáætlunar er hún að lækka verulega.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum
Hide picture