fbpx
Föstudagur 19.september 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?

Eyjan
Föstudaginn 19. september 2025 06:00

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni sem leið rataði áhrifavaldur í fréttir fyrir að hafa sótt tónleika með kanadíska rapparanum Drake. Áhrifavaldurinn hefur náð fantagóðum árangri í að vekja á sér athygli og afla sér fylgjenda á samfélagsmiðlum með því að gera út á erkitýpu sem er kynferðislega ögrandi, kæruleysisleg í fasi og kærir sig ekkert um að vera fyrirmynd. Svolítið femínískt og pönkað, gæti einhver sagt. Þó er líklegra að báðir þessir stimplar séu eitthvað sem áhrifavaldurinn vill alls ekki kenna sig við.

Fyrir tónleikana hafði áhrifavaldurinn keypt brjóstahaldara í stórri stærð og þeytt upp á svið til rapparans. Fengið í framhaldinu boð í eftirpartý. „Ég fékk að hitta hann, en ég segi ekki meira,“ sagði áhrifavaldurinn við íslensku pressuna, sem að vonum gapti. Drake er nefnilega ógeðslega frægur.

Þessi yfirlýsing hefur búið leigulaust í hausnum á mér síðan. Hér er eitthvert það stórkostlegasta markaðsútspil sem ég hef séð lengi. Hér er kona sem veit hvað samfélagið heldur um hana, sem spilar beint inn í staðalmyndina og leyfir síðan ímyndunarafli fjöldans að sjá um rest. Hvað gerði þessi kona með Drake, sem ekki má segja frá? Gamlir bekkjarfélagar, kennarar, vinir, foreldrar vina velta þessu fyrir sér inni í skólastofum og kaffistofum. Ji minn eini, segir fólk á innsoginu og svelgist á koffíndrykkjum í bæði áldósum og postulínskönnum.

Við erum auðvitað með augljósustu kenninguna. Að hugsanlega hafi kynnin verið þess eðlis að vera ekki prenthæf. Einhverskonar hedónismi, holdlegur eða jafnvel efnafræðilegur. Enginn veit. Fór hann að gráta? Fóru þau á trúnó? Tókust með þeim ástir?

Það er í þessari óvissu sem stjörnur verða til. Við elskum það sem við vitum ekki. Með óvissunni verðum við þátttakendur í narratífi sem fram að því kom okkur ekkert við. Hér hefur okkur verið boðið upp í túlkun – og með því getum við sett okkur inn í æsispennandi atburðarás eftir tónleikana í Berlín og ferðast með þessari konu inn í spennandi og framandi heim þar sem allt snýst um peninga, útlit, status. Hvað gæti verið skemmtilegra.

Það er einmitt þetta sem afþreyingarbransinn snýst um. Það eru svona fréttir sem halda okkur límdum við lífs-fréttir af fólki sem við þekkjum aðeins í gegnum aðrar lífs fréttir. Þetta er Tolkien og Ísfólkið, þetta eru sögur af skálduðum persónum að gera hluti sem við höfum engar heimildir fyrir að hafi raunverulega gerst. Sagan um Drake og það sem ekki mátti segja frá er hið raunverulega ópíum fólksins. Óvissan er varan. Og hún selur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
EyjanFastir pennar
17.08.2025

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
16.08.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef