fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Eyjan
Miðvikudaginn 10. september 2025 15:00

Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir umbrotatímar eru á eldsneytis- og orkumörkuðum í heiminum og á það einnig við hér á landi. Viðskiptaumhverfið breytist hratt og íslensku olíufélögin bregðast við því hvert á sinn hátt. N1 leggur áherslu á þjónustuframboð og öflugt net bensínstöðva, dekkjaverkstæða og smurstöðva um allt land. Úti á landi eru sveitarstjórnir jákvæðar gagnvart útvíkkun starfseminnar en stemningin í höfuðborginni er önnur enda samfélagið annað og áformin líka. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markadurinn - Magnus Haflidason - 1
play-sharp-fill

Markadurinn - Magnus Haflidason - 1

„N1 er eiginlega eins og samstæða inni í samstæðu, sökum þess þegar við horfum á vöruframboð okkar þá er þetta ekki – auðvitað erum við með bensínstöðvarnar og þjónustustöðvarnar okkar eins og alltaf hefur verið, en því til viðbótar erum við með bílaþjónustuna sem er gríðarlega umfangsmikil í staðsetningum og veltu. Við erum með dekkjahótel, við erum með orkusviðið, N1 rafmagn og allt sem þar er undir, auk fyrirtækjasviðsins, þannig að við erum eins konar svona mini-samsteypa.“

Eitt af því sem N1 gerir er að reka dekkjahótel fyrir bæði fyrirtæki og almenning þar sem dekk eru geymd milli tímabila. Einnig eru N1 dekkjaverkstæði og smurstöðvar um allt land þannig að fyrirtækið er sannkölluð mini-samstæða inni í samstæðu, en N1 er hluti af Festi hf. sem er skráð félag í kauphöllinni. Meðal annarra fyrirtækja undir hatti Festi má nefna Krónuna og Elko.

Nú eru sannkallaðir umbrotatímar á þeim markaði sem N1 starfar á. Notkun jarðefnaeldsneytis fer minnkandi og í gangi eru orkuskipti. Viðskiptaumhverfið breytist hratt. Er ekki viðskiptamódelið hjá N1 að breytast?

Magnús segir viðskiptamódelið sannarlega vera að breytast. Hann segir stærstu olíufyrirtækin hér á landi hafa farið ólíkar leiðir til að bregðast við þessum breytingum. „Við höfum litið svo á að alveg óháð orkuskiptum muni fólk enn þá þurfa þjónustu og bara talað um þjónustuframboðið sem N1 býður í samanburði við aðra á markaðnum og þar skörum við fram úr.“

Hann nefnir sem dæmi fjölskyldu sem er með einn bíl í rekstri, hvort sem það er rafmagnsbíll eða annars konar. N1 geti boðið þessari fjölskyldu margs konar þjónustu sem snýr að bílnum, það sé ekki bundið við eldsneytið eða orkuna eina. „Við búum að einhverjum bestu staðsetningum sem fyrirfinnast á landinu, hvort sem það er á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Það þekkja auðvitað allir.“

Þið eruð náttúrulega mjög öflugir úti á landi. Er ekki óhætt að segja að þið séuð, séuð svona öflugasta olíufélagið hringinn í kringum landið?

„Jú, ég held það sé alveg óhætt að segja það og við erum með auðvitað sterkar staðsetningar allt í kringum landið bæði á hringveginum og á Vestfjörðum. Þegar ég kom inn fannst mér bara mjög tilkomumikið að átta mig á því í rauninni hvað við erum víða – þjónustustöðvar, það eru sjálfsafgreiðslustöðvar og bátadælur og tankar og svo framvegis. Við erum einhvern veginn út um allt og erum að styðja við atvinnulífið, ekki síst úti á landi og þar finnur maður mikinn velvilja gagnvart félaginu, því þar erum við auðvitað miklu nær samfélaginu. Þar eru bæjaryfirvöld jákvæð gagnvart því að við útvíkkum starfsemi og styðjum við fyrirtæki og landbúnað og auðvitað íbúa líka. En það er kannski ekki alveg sama stemningin í höfuðborginni, enda kannski önnur áform og samfélagið annars konar. En engu að síður erum við með staðsetningar hérna á höfuðborgarsvæðinu sem munu nýtast okkur.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Hide picture