fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. ágúst 2025 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson ræða um Kristrúnu Frostadóttur og stýrivexti, en eins og frægt var úr kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningar tók Kristrún sér sleggju í hönd og sagðist ætla að negla niður vextina í auglýsingu fyrir Samfylkinguna.

„Laun eru að hafa mikil áhrif núna. Ef við förum nú inn í hinn kalda veruleika að Seðlabankinn ákvað að að halda stýrivöxtum óbreyttum, verðbólguhorfur eru verri en þær voru fyrir einhverjum tíma og hvar erum við staddir? Er það launaþróun í landinu sem er að kynda undir þetta?“ spyr Sigurður Már í Hluthafaspjalli þeirra.

Jón segir að Fortune hafi nefnt þegar forstjórar eru skoðaðir. „Forstjórar eru að hækka um þetta á milli ára, hæstu forstjórarnir.“ Sigurður Már grípur fram í og segir Tekjublaðið hafa bent núna á launaskrið meðal opinberra forstjóra og opinberra starfsmanna.

„Viðskiptaráð hefur sagt í fimm ár í röð og haft áhyggjur af því að það sé opinberi geirinn sem sé að toga upp launin. Þannig á vissan hátt núna þegar fjármálaráðherra Daði Már Kristófersson er að berjast núna við erfið fjárlög, það gengur hvorki né rekur. Hann er að horfa fram á það að þetta getur orðið erfitt að ná hallanum í fjárlögum.“

Sigurður Már segir boltann vera hjá ríkisstjórninni og fjármálaráðherra. „Við erum komin inn í þetta skeið að það er verðbólgan er fastari fyrir. Og menn hafa nú verið að henda gaman að því hvað Kristrún Frostadóttir ætlaði að afgreiða þetta allt með einföldum hætti að berja niður þetta vexti og verðbólgu með sleggjunni. En það er að koma í ljós að það er að ganga hægar og nú er það bara hvað þessi ríkisstjórn hefur mikla staðfestu í þessari fjárlagagerð núna þar sem að tilhneigingin er að gera allt fyrir alla og mikið af. Þessi endalausa krafa um að fjárfesta í innviðunum og ýmsu öðru. En um leið er verulegt launaskrið meðal opinberra starfsmanna.“

„Þegar þú ert kominn með köku sem er 70 % laun og ef að 70% hækka, þá segir það sig sjálft að það er mjög erfitt að það verði ekki verðbólga. Kakan bólgnar út vegna þess að stærsta elementið í kökunni er að hækka. Og ef að opinberi geirinn er að hækka í launum og dregur þá einkageirann líka upp. Ekki nóg með, ríkið hefur líka verið að draga til sín fullt af fólki úr einkageiranum og þá sérðu nú samkeppnishæfnina sem þar er,“ segir Jón.

„Daði Már hefur verið að segja að þetta sé fasteignamarkaðnum að kenna. Þetta sé fasteignaverðið sem sé að koma inn í og halda uppi þessari verðbólgu. Það er náttúrulega ekki alveg rétt. Ef þú ert með hátt íbúðaverð og þú ert í einhverri þéttingarstefnu í stað þess að virkja og nema ný lönd einhvers staðar, hvað gerist þá? Það er nákvæmlega það að leiga á húsnæði hækkar, ef að leiga eða verð á fasteignum hækkar, þá átt þú erfiðara að borga þínar afborganir og þá ferðu til forstjórans í fyrirtækinu og segir við hann: Heyrðu, ég hef ekki efni á því að borga þessi lán og ég verð að fá launahækkun. Þannig það er ekki bara fasteignaliðurinn sem ýtir beint undir verðbólgu, hann ýtir líka undir launahækkanir. Þetta er miklu stærra mál, þessi íbúðamarkaður.“

Jón bendir einnig á að þjóðin hefur fjölgað um tugi þúsunda á örfáum árum.

Sigurður Már vitnar í orð Þórs Pálssonar, fjárfestingarstjóra Sjóðsins. „Oft í hans orðum kristallast hlutirnir. Það segir hér: „Spár Seðlabankans um framleiðsluspennu, verga landsframleiðslu og launakostnað á framleidda einingu eru allar að hækka. Það verður að teljast ótrúlegt langlundargeð hjá honum að hækka ekki vexti. Seðlabankinn hefur hingað til stuðst við spár í vaxtaákvörðunum sínum og þóst framsýnn. Er það réttlætanlegt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna