fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. ágúst 2025 10:41

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrum þingmaður og núverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, mun taka við sem aðstoðarmaður  Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra.

Ágúst Ólafur tók við starfi aðstoðarmanns borgarstjóra þann 13. júní síðastliðinn, en samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að hann taki við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra.

„Þegar haft var samband við mig og óskað eftir kröftum mínum í ráðuneytið þá hafði ég nýlega ráðið mig í núverandi starf. Ég fann þá að barna- og menntamálin á landsvísu toguðu enda hef ég lengi brunnið fyrir þeim málum,“ segir Ágúst Ólafur í færslu á Facebook þar sem hann greinir frá vistaskiptunum.

„Sem þingmaður lagði ég fram tillögu um lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var samþykkt. Fyrir þá baráttu fékk ég sérstaka viðurkenningu Barnaheilla á 20 ára afmælisdegi Barnasáttmálans fyrir „sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra“, sem mér þykir mjög vænt um. En ég flutti jafnframt fjölmörg önnur mál sem snúa að málefnum barna og stuðningi við barnafjölskyldur en hef einnig verið viðloðandi kennslu undanfarin 14 ár.“ 

Segist Ágúst Ólafur hafa átt gott samstarf við Guðmund Inga á sínum tíma þegar þeir sátu báðir á Alþingi og hann hlakki til að vinna með honum á vettvangi ráðuneytisins.

„Ég er afar þakklátur fyrir stuttan en góðan tíma í Ráðhúsinu og kveð borgarstjóra og annað samstarfsfólk með miklum söknuði.

Ríkisstjórnin hefur sett mennta- og barnamál á oddinn og ég hlakka til að taka þátt í því verkefni og vera hluti af öflugu teymi ríkisstjórnarflokkanna.”

Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að Ágúst Ólafur hefji störf 1. september.

Ágúst er menntaður lögfræðingur, hagfræðingur og stjórnsýslufræðingur með lögfræðipróf og BA-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands 2003, ásamt MPA-gráðu frá New York University 2011.

Ágúst Ólafur er fyrrverandi alþingismaður og efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Hann kemur til ráðuneytisins frá Reykjavíkurborg þar sem hann gegndi stuttlega starfi aðstoðarmanns borgarstjóra. Þá sat hann í bankaráði Seðlabanka Íslands og gegndi meðal annars formennsku í viðskiptanefnd Alþingis, Evrópunefnd forsætisráðherra og sat í framkvæmdasjóði aldraða ásamt því að leiða stjórnskipaða „Barnanefnd“ um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum.

Hann vann sem sérfræðingur á aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í New York og hefur kennt við Háskóla Íslands ásamt því að sinna ráðgjafarstörfum, m.a. fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, Rannsóknarsetur skapandi greina, Parkinson-samtökin og Ljósið.

Ágúst hefur störf 1. september og mun starfa ásamt Guðbjörgu Ingunni Magnúsdóttur, sem einnig er aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann