fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Eyjan
Laugardaginn 23. ágúst 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikilvægt að kaupmaðurinn sé í beinum tengslum við kúnnana og sé sjálfur á gólfinu. Í Prís eru boðleiðirnar stuttar og hægt að bregðast fljótt við ef einhverju þarf að breyta. Prís hefur verið ódýrasta matvöruverslun landsins í heilt ár, alveg frá opnun, en það er ekki á kostnað upplifunarinnar. Fólki finnst gott að koma þangað og búðin þægileg. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Gréta María - 5
play-sharp-fill

Markaðurinn - Gréta María - 5

„Þó það sé ódýrast þá er ekki gefinn neinn afsláttur á upplifun, fólki finnst gott að koma, því finnst búðin þægileg og vöruúrvalið gott þannig að það skilar sér þessi undirbúningsvinna sem var unnin. Þú veist, það tók okkur langan tíma að undirbúa þetta. Þetta er ekkert sem að gerir bara eitthvað á einum mánuði að henda upp einhverri búð. Þannig að það er talsverð vinna líka sem að liggur í því,“ segir Gréta María.

Heldur að það hafi áhrif á birgja að að nú eru þið orðin hluti af stærri heild og vaxtarmöguleikarnir orðnir meiri.

„Já, ég held að það sé ekki nokkur spurning og nú erum við búin að vera í ár og verið með einn, ég myndi bara segja besta kaupmann landsins, Ólaf Júlíusson, og svo erum við með tvo í viðbót sem að kannski eru ekki með jafn mikla reynslu og hann en það eru allir að læra. Við erum mjög lítið teymi. Svo erum við með tvo aðra í innkaupum, Láru og Smára. Við erum bara fimm. Ég er hluti af innkaupunum líka þannig að við erum fjögur í því og svo er ég með eina í markaðsmálum núna.“

Gréta María segir Prís kaupa aðra þjónustu sem þörf sé á. „En allur fókusinn okkar er alltaf að standa við okkar loforð. Við minnum okkur mjög oft á það, okkar loforð er að bæta hag heimila með því að lækka verð á matvöru og það er bara eitthvað sem við erum alltaf að hugsa. Hvað getum við gert líka í okkar rekstri til þess að lækka rekstrarkostnaðinn okkar? Af því það hefur líka áhrif, launakostnaðurinn í búðinni og annað. Við erum ekki að taka við peningum, við erum bara sjálfsafgreiðsla.“

Já, það stendur enginn starfsmaður Prís á kassa og tekur við peningum.

„Við erum alltaf að sjálfsögðu með starfsmann á sjálfsafgreiðslu. Það er oft svona falinn kostnaður hingað og þangað sem fólk áttar sig ekki á.“ Gréta María segir að fyrir ári, þegar opnað var, hafi verið dálítið kaos. „Við vorum alveg inni í búð og svona hlutverkin kannski á gólfinu óskýr. Og nú förum við gegnum afmælishelgi þar sem við erum með dúndur í sölu og allt bara eins og það á að vera. Þannig að við erum komin líka með rosalega öflugt teymi á gólfið og rosa mikið af flottu fólki. Og svo bara líka er alveg gaman eins og ég segi, við erum mikið, ég segi oft svona, höfuðstöðvarnar okkar eru í búðinni. Við erum í skrifstofu svona bak við einn vegg og þarna erum við þannig að við erum líka sjálf mikið að fara fram. Og það er svo gaman að tala við viðskiptavinina, heyra hvað þeir hafa að segja og svo koma oft einhverjar svona: Heyrðu hafið þið skoðað þetta? Hafið þið spáð í þessu? Það er mjög gaman að heyra slíkt.“

Er þetta ekki nauðsynlegur hluti af því að reka verslun? Það er að vera með beinu tenginguna, það gengur ekkert að reka verslun bara í einhverjum skrifstofuturni. Auðvitað er ég að nota n líkingamál af því þið eruð náttúrulega í skrifstofuturni en þú ert ekkert uppi á tólftu hæð og kemur aldrei niður í búð.

„Nei, nei, við erum bara eins og ég segi á gólfinu og þannig það er auðvitað gríðarlega mikilvægt til þess líka bara að geta stöðugt séð hvað má betur fara. Af því að þá eru bara boðleiðirnar stuttar og þú sérð vandamálið svo oft bara því þú ert á staðnum bara já, heyrðu og þetta er reyndar auðvitað ekki að ganga svona, við þurfum að breyta því.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Hide picture