fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Eyjan
Föstudaginn 22. ágúst 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar hafa aldrei fengið að eiga lestarkerfi, nema þá helst þessa dekoratífu kolalest niðri við Reykjavíkurhöfn. Áhugafólk um almenningssamgöngur, undirrituð meðtalin, hefur lengi staðið í fullkomlega árangurslausri (svolítið letilegri) baráttu fyrir því að lestarkerfi verði innleitt í landinu. Þessi barátta fer aðallega fram í þusi á hverfisgrúppum og einræðum í matarboðum.

En sjálf ástríðan er drifin áfram af hugmyndum um hagræði en ekki síður rómantíkinni. Það er vandræðalegt fyrir Íslending að ferðast í lest um fjalllendi Alpanna, eyðimerkur á Spáni eða gula akra í Bæjaralandi. Meira að segja á algjöru skíta-farrými með grunsamlegri pissulykt er upplifunin framandi og stórkostleg. En sérfræðingar fullyrða að þetta sé óraunhæft. Íslenska lestin er allt of dýr pæling og svo virka lestar heldur ekki í snjó samkvæmt einhverju fólki á Facebook.

Jæja. Okkar „lestar“ eru gulir vagnar sem kallast strætó. Hluti þjóðarinnar lítur á fólk sem ferðast með strætó sem einhverskonar blanka lúsera, á meðan þeir sem ferðast með strætisvögnunum horfa vorkunnaraugum á óupplýsta fólkið í eldsneytishákunum sínum. „Bíllinn þinn er ekki úlpa,“ segir strætófólkið og ranghvolfir augunum áður en það sökkvir sér ofan í Tiktok-myndband af hænum með áteiknaðar hendur. Svo er auðvitað hjólafólkið bæði best og verst, svífandi um borgina með stæltu spandexrassana sína, ógnandi gangandi vegfarendum og heiðarlegum bílstjórum.

Í samgöngumálum erum við ekki sameinuð þjóð heldur margar, bullandi af heift gagnvart þeim sem voga sér að nýta aðra samgöngumáta. Blönku aumingjarnir í strætó vorkenna umhverfisníðingum á einkabílum. Þeir senda senda fokkmerki á tillitslausa hjólreiðamenn sem glotta þegar þeir bruna fram hjá bílaröðum sem eru fastar í traffík. Svo hættir þetta fólk aldrei að tala um hjólin sín.

Hugsanlega yrði lestarkerfi bara enn ein trúarfylkingin í þessum stjórnlausa síhatandi samgöngusuðupotti. Fólkið í lestunum myndi hlaupa niður hjólreiðamennina á leið sinni að ófrýnilegum lestarpöllum – því auðvitað myndi brjótast út menningarstríð um hvernig þetta liti allt saman út. Umhverfiselskandi rithöfundar myndu skrifa háðspistla um hönnun á öllu draslinu og svo kæmi út skýrsla um allar randaflugurnar sem dræpust við lestarteinana.

En annars stórbatnaði strætókerfið í byrjun vikunnar. Loksins var ferðum fjölgað. Flott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
EyjanFastir pennar
19.07.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
19.07.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi