Þegar Prís opnaði fyrir ári neituðu sumir birgjar að selja versluninni vörur og ýmsum bolabrögðum var beitt til að leggja steina í götu þessarar nýju lágvöruverðsverslunar, sem víða kom að lokuðum dyrum. Nú hefur Prís verið ódýrasta verslun landsins í heilt ár og þegar verið var að undirbúa afmælishátíðina fyrir síðustu helgi komu hins vegar margir og bönkuðu upp á hjá Prís og vildu fá að vera með. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.
Markaðurinn - Gréta María - 4
Nú hefur maður, nú tekur maður eftir því að í þessum ráðandi keðjum sér maður að það er það er talsvert af vörum sem að eru í raun og veru svona bara „storebrands“ eða sem sagt þeirra vörumerki. Þú þarft væntanlega að vera komin með dálítið komin með nokkrar verslanir til þess að geta gert svoleiðis og gerir ekki það fyrir eina verslun, eða hvað?
„Nei, við erum samt með Prísnautahakk og Prískjúkling og erum, eins og ég segi, þarna eru líka aðilar sem hafa bara unnið með okkur vel frá upphafi og við erum náttúrulega afskaplega þakklát fyrir það að geta boðið upp á okkar vörur. Og það er bara svolítið þannig. Þarna er dæmi um vörur þar sem að allir eru með sín merki. Svo hugsar maður líka þá fyrir framleiðendur; þú ert að merkja hundrað kjúklinga með einhverju merki og þá munar ekkert að setja hundrað Prískjúklinga í leiðinni. Það er ekki mikill aukakostnaður. Það eru ákveðnir vöruflokkar sem við sjáum þetta í. En að sjálfsögðu er það þannig að þegar maður horfir á svona hvernig matvörumarkaðurinn er að þróast svona kannski í löndunum í kringum okkur, þá sjáum við – Aldi, Lidl, Rema – sem eru komnar með gríðarlegt magn af þessum private label og eru þá að merkja sér vörurnar. Það er líka svona hluti í því að þá getur viðskiptavinurinn ekki borið vöruna beint saman,“ segir Gréta María.
Já, já, það er rétt, þú kaupir ekki Prískjúkling annars staðar eða Bónuskjúkling annars staðar en í Bónus.
„Þetta er kannski fínt fyrir keðjurnar en þetta er ekki endilega alltaf gott fyrir viðskiptavininn.“
Nei, þetta aðeins svona þyrlar upp ryki í samanburðinum.
„Já, já, þú veist, það eru Bónus pylsubrauð og það eru Krónupylsubrauð og þetta er allt framleitt af Myllunni en það er ábyggilega enginn munur á bara við venjulegu pylsubrauðin. Þetta er svo mikið svona og við erum náttúrlega ekki til dæmis það stór að geta gert það. Þannig að við erum ekki að geta látið framleiða fyrir okkur eitthvað svoleiðis. Vonandi í framtíðinni náum við því, af því að við vitum líka af því það er þarna er mjög erfitt fyrir okkur að keppa í verðum. En, eins og ég segi, ég er bara bjartsýn og vona bara að við náum þeirri stærð að geta gert það í framtíðinni.“
Sambandið við birgja, hefur það breyst eitthvað á þessu ári? Eruð þið í sama umhverfi og þið voruð þegar að þið opnuðuð dyrnar?
„Nei, ég myndi segja að sjálfsögðu sé staðan okkar aðeins sterkari. Það er líka gaman að segja frá því að við náttúrlega unnum svolítið þessa afmælishátíð okkar með þeim sem voru búin að vinna þétt með okkur. Þá voru aðrir sem höfðu samband og sögðu bara: Heyrðu, megum við vera með líka? Þannig að það er alveg breyting frá því fyrir ári þegar við vorum að banka á dyrnar hjá öllum og fengum mismunandi svör. Nú voru einhverjir sem bönkuðu á dyrnar hjá okkur og vildu fá að taka þátt.“
Einnig er hægt að hlusta á Spotify.