fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Eyjan
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prís niðurgreiðir nokkur vörunúmer til að geta boðið þær vörur ódýrara en aðrir. Stærri aðilar á matvörumarkaði eru með sérstök framleiðslufyrirtæki á sínum vegum og þó að markaðsráðandi fyrirtæki megi ekki selja vöru með tapi út úr búðinni geta þau selt hana með tapi frá framleiðslufyrirtækinu til verslunarinnar. Þau geta flutt tapið á milli fyrirtækja hjá sér. Prís hyggst fjölga verslunum. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Gréta María - 3
play-sharp-fill

Markaðurinn - Gréta María - 3

Mig langar til að spyrja út í eitt. Ég man að að þú greindir frá því þegar þið opnuðuð eða um það leyti að þið mynduð niðurgreiða sem sagt borga borga með og þið megið það. Bónus mætti ekki gera það en en þið megið gera það af því þið eruð ekki markaðsráðandi aðili. Þið hafið gert það?

„Við höfum gert það á einstökum vörum og það er bara það sem skiptir okkur máli. Við erum bara með eina staðsetningu og fyrir okkur að fá fólk inn í búðina skiptir gríðarlega miklu máli. Og þá er þetta bara markaðsleg ákvörðun sem að við tökum.“

Þetta er bara markaðskostnaður. Það er að tryggja að varan sé ódýrust hjá ykkur?

„Já, en þetta eru náttúrulega bara svona teljandi á fingrum annarrar handar vörunúmer. Já, en vörunúmer sem skipta fólk máli. Þetta eru brauð, egg, nautahakk og eitthvað annað. Það sem að við vitum bara er í mörgum körfum, við vonum bara að fólk komi þá til okkar og versli þær vörur. En það er alveg rétt.

En talandi um það að svona kannski þessir tveir stóru risar á markaði mega ekki niðurgreiða, að það er líka athyglisvert að þeir eru náttúrulega með í sínum keðjum ekki bara búðina heldur eru þeir líka náttúrlega með innflutninginn og svo eru þeir með framleiðslu líka á mörgum vörum. Þannig að maður hugsar sér oft sko það að maður er að lesa uppgjör þessara félaga og þá kemur í ljós að framleiðslufélagið í einu það hafi alltaf verið í tapi. Er það svo að þú þurfir ekki að selja vöruna með tapi í búðinni en þú tekur tapið þar?“

Þú mátt ekki selja hana með tapi í búðinni, já, en þú mátt hafa tap á framleiðslunni.

„Já, þannig að Hagar eru kannski einu sem eru skilgreindir en þeir eru ekki þeir einu sem eru með líka svona framleiðslufyrirtæki hjá sér. Þannig að þetta er alveg svona athyglisvert og ég geri nú ekki annað en ráð fyrir því að á einhverjum tímapunkti verður það skoðað að það sé eitthvað svona óeðlileg skiptingin þarna á milli.“

Þetta er náttúrulega þar sem þú ert með svona lóðrétta samþættingu. Þar er hægt að flytja á milli.

„Þú getur flutt á milli vörumerkjanna þinna í rauninni og látið þá bara hagnaðinn vera, eða þú veist, kostnaðurinn verði kominn þannig inn í þann aðila sem að má ekki selja undir kostnaðarverði að það verði ekki þarna tap þar en eins og ég segi, það er ekki bara þarna, þessir tveir stóru eru báðir með þetta svona og það er alveg svona umhugsunarvert.“

Þið eruð á einum stað, þið eruð ódýrust, þetta er vinsæl búð. Þegar ég kem í þessa búð þá er þá er alltaf fjölmenni, það er eiginlega alveg sama hvaða tíma dags ég kem. Hafið þið ekkert velt fyrir ykkur að opna aðra?

„Jú, að sjálfsögðu, og núna á þessu ári, þá keypti Samkaup okkur og svo keypti Orkan Samkaup og núna verður til þetta félag sem heitir Drangar. Og við erum að sjálfsögðu að vona að það verði til þess, af því að eitt af þeim, svona, við getum talað um einkenni fákeppnismarkaðar eins og við erum með í mörgum greinum á Íslandi, það er náttúrlega fákeppni, það eru fáir stórir aðilar sem gera það að verkum að það er gríðarlega kostnaðarsamt að komast inn á markaðinn. Fyrir okkur er það t.d. húsnæðismál. Það er mjög erfitt að finna staðsetningar. Þannig að við sjáum það núna að vonandi með þessu, að hafa verið keypt af Samkaup sem reka stórt verslunarnet, að það séu tækifæri fyrir okkur að fá fleiri staðsetningar. Þannig að við erum að sjálfsögðu að vinna í því og vonandi getum við fljótlega farið að vinna í því að opna búð númer tvö og númer þrjú og vonandi númer fjögur og svo framvegis.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Hide picture