fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Eyjan
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir er ár liðið frá því að lágvöruverðsverslunin Prís opnaði í turninum í Smáralind. Haldið var upp á afmælið með pompi og prakt um helgina enda full ástæða til. Prís hefur frá fyrsta degi verið ódýrasta matvöruverslun landsins, samkvæmt verðkönnunum. Margt hefur verið reynt til að gera verðsamanburð milli Prís og annarra verslana erfiðan eða jafnvel nær ómögulegan, t.d. með því að skipta um nafn og strikamerki á vöru til að ekki sé hægt að gera samanburð. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Gréta María - 1
play-sharp-fill

Markaðurinn - Gréta María - 1

Þið eruð eins árs.

„Við erum eins árs, já, og það er í rauninni kannski ekkert sjálfsagt að ná þeim aldri í þessum markaði sem að við erum á. Og ég segi oft, þetta er búið að vera alveg blóð, sviti og tár að halda út í þetta eina ár. En við erum bara afskaplega þakklát fyrir þann stuðning og þá traustu viðskiptavini sem að koma til okkar.“

Þú segir að það sé ekki sjálfsagt að lifa af í eitt ár og það eru sannarlega orð að sönnu. Ég man að fljótlega eftir að þið opnuðuð í fyrra þá sagðir þú frá því opinberlega að það væru birgjar sem að neituðu að versla við ykkur, neituðu að selja ykkur.

„Já, það er alveg hárrétt og sumir náttúrulega gáfu okkur þannig verð að við ættum aldrei séns að keppa á markaðnum en seldu okkur samt, alveg sem að náttúrulega bara maður veltir oft fyrir sér. Þú veist, eins og fyrir birgja …“

Er þetta löglegt að vera með svona?

„Já, þeir geta náttúrulega, heildsalar geta valið að selja hverjum sem þeir vilja og á hvaða verði sem þeir vilja.“

Já, og þeir mega mismuna?

„Já, nema þeir séu það stórir kannski að þeir séu einhvern veginn í markaðsráðandi stöðu, þá þurfa þeir að geta skýrt muninn út,en auðvitað er það þannig að það sé alveg eðlilegt að sá sem að verslar mest fái kannski meiri afslátt en þegar það er orðið þannig að afslátturinn er það mikill hjá stórum aðilum að innkaupsverð þeirra sem eru minni er hærra en útsöluverðið hjá þessum svona tveimur stóru risum, þá finnst manni vera rangt gefið.“

Já, það er eitthvað bogið við það.

„Já, en ég er ekki að segja að það séu allir þannig og það eru margir sem, þó þeir voru ekki endilega með frá byrjun, hafa svo kannski komið. En auðvitað man maður alltaf hverjir standa með sér þegar maður er að opna, hverjir eru með manni, það skiptir auðvitað miklu máli. En þetta er svolítið staðan. Og það sem að hefur líka kannski verið að breytast að þessir stóru aðilar eru farnir að flytja miklu meira inn sjálfir fram hjá heildsölum. Fyrir neytandann á Íslandi er það yfirleitt góð þróun. Þetta heildsölunet náttúrulega var gríðarlega sterkt eins og við þekkjum á sínum tíma. Það hefur svona, eins og allar aðrar greinar, þá þróast þær. En síðan eru aðilar sem að vildu kannski selja okkur en þeir voru ekki tilbúnir að láta okkur fá sömu vörur heldur breyttu umbúðum, kannski ekki að þeirra kröfu heldur að kröfu samkeppnisaðilanna.“

Já, það er einmitt það sem ég ætlaði að spyrja þig um. Urðuð þið eitthvað vör við það að samkeppnisaðilarnir ykkar voru að beita afli sínu?

„Já, já, algjörlega. Meðal annars þetta var dæmi um það að við fengum vörur, allt í einu hættu þær að koma og kom bara önnur vara í staðinn. Nákvæmlega sama varan, já, en á öðru strikamerki, sem að þýðir það að viðskiptavinurinn getur ekki borið saman like for like því það er öðruvísi. Af því að við vorum á lægra verði og erum náttúrulega lægst á markaðnum.“

Þið eruð búin að vera ódýrust frá fyrsta degi.

„Já, við erum búin að vera ódýrust núna í eitt ár og ég segi alltaf: Við erum búin að vera svona að meðaltali fjögur til fimm prósent ódýrari heldur en næsti aðili á markaði. Og fólk er oft svona, ég held að fólk eða almenningur, af því ég hef oft líka að verið að kvarta yfir því, mér finnst svona já þú veist að þú eigir að styðja við samkeppni, en ég held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta þýðir í peningum fyrir fólkið. Bara núna um helgina sá ég umfjöllun um það í Facebook hópi að fólk var að spyrja: Hvað eyðirðu miklu í mat á viku og það var bara svona ekkert óalgengt að þeir sem að eru með fjögurra fimm manna fjölskyldu vera að eyða sextíu, sjötíu, áttatíu þúsund í mat í viku. Segjum bara til einföldunar að þú sért að eyða segjum bara tvö hundruð þúsund á mánuði í mat sem að þú verslar þá í dagvöruversluninni. Síðan segirðu það, það eru þá tvær komma fjórar milljónir á ári og þá eru fjögur til fimm prósent það er bara farið að telja mjög fljótt.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Hide picture