fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Eyjan
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er undarlegt um að litast í heiminum um þessar mundir. Bandaríkin, sem allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafa verið í forystu fyrir lýðræðisríkjum og staðið vörð um viðskiptafrelsi, hafa snúið við blaðinu og virðast nú vinna markvisst gegn lýðræði og frelsi í alþjóðaviðskiptum.

Óhugnanlegar sveitir grímuklæddra manna hafa nú frítt spil til að valsa um borgir og bæi vestra til að hirða hvern þann upp af götunum sem hinum grímuklæddu þykir útlendingslegur eða bara líst illa á, handjárna viðkomandi og henda í fangabúðir við ömurleg skilyrði bæði innanlands og í El Salvador. Þessum sérsveitum Trumps má helst líka við stormsveitir Adolfs Hitler (Sturmabteilung) sem voru illræmdar í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar.

Tollastefna Trumps hefur sett heiminn í uppnám og mun skerða lífskjör um víða veröld, ekki síst í Bandaríkjunum. Vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í júlí tölur sem sýna að bandarískur vinnumarkaður er farinn að hökta. Forstöðumaður stofnunarinnar var umsvifalaust rekinn fyrir þá ósvífni að birta „falstölur“.

Orðið á götunni er að þar hafi Donald Trump leitað í smiðju síns helsta aðdáanda, Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, sem eitt sinn var virtur fjölmiðill. Um síðustu aldamót birti Þjóðhagsstofnun hagtölur sem Davíð, þáverandi forsætisráðherra, voru ekki að skapi. Þær pössuðu ekki við glansmynd sem hann reyndi að teikna upp af hagstjórn sinnar ríkisstjórnar. Davíð lagði því Þjóðhagsstofnun umsvifalaust niður og lét lítilsigldan þingmeirihlutann samþykkja það eftir á.

Orðið á götunni er að ekki hefði verið ónýtt að hafa Þjóðhagsstofnun til að vara við þróun efnahagsmála hér á landi í aðdraganda hrunsins 2008. Þá var banamaður stofnunarinnar, sem oft er nefndur“ höfundur hrunsins“, sjálfur orðinn seðlabankastjóri með þeim skelfilegu afleiðingum sem raun ber vitni.

Þessa dagana hamast höfundur hrunsins við að skrifa ritstjórnargreinar í Morgunblaðið þar sem hann ýmist lofsyngur Donald Trump og endurvarpar óráðshjali Trumps um menn og málefni eða rembist eins og rjúpan við staurinn við að sannfæra Íslendinga um að allt sé vont í Evrópu.

En aftur vestur um haf. Í vikunni birtust tölur um verðbólgu í Bandaríkjunum í júlí. Þær komu skemmtilega á óvart vegna þess að fyrir fram hafði verið búist við nokkuð svörtum tölum. Svo voru þær bara svona glymrandi fínar. Hvernig skyldi nú standa á því? Orðið á götunni er að ef tölurnar hefðu ekki verið góðar hefðu hausar fengið að fjúka hjá bandarísku hagstofunni.

Greiningardeild Goldman Sachs fjárfestingabankans bandaríska gaf á dögunum út skýrslu þar sem fram kemur að tollastefna Trumps muni hafa mikil og alvarleg áhrif á bandarískan efnahag, valda verðbólgu og samdrætti og á endanum bitna þyngst á bandarískum neytendum. Donald Trump hefur þegar lýst því yfir að reka eigi aðalhagfræðing Goldman Sachs og leggur til að forstjóri bankans finni sér annan starfa en að reka banka, hann ætti fremur að gerast plötusnúður.

Orðið á götunni er að veruleg hætta sé á að arfleifð Donalds Trump verði keimlík arfleifð Davíðs Oddssonar, sem keyrði efnahag Íslands í þrot þannig að leita þurfti ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og vinveittra þjóða eftir algert efnahagshrun hér á landi. Á meðan heimurinn fór í gegnum efnahagslega niðursveiflu varð fullkomið hrun á Íslandi.

Fullkomið hrun á Íslandi hafði lítil áhrif í öðrum löndum, ef frá er talið tap breskra lífeyrissjóða og hollenskra fjárfesta. Hrun bandaríska hagkerfisins myndi hins vegar hafa alvarleg áhrif um víða veröld. Orðið á götunni er að aðeins sé hægt að vona að Trump reynist ekki sami efnahagslegi hryðjuverkamaðurinn í sínu heimalandi og höfundur hrunsins á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu