fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Eyjan
Föstudaginn 25. júlí 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ozzy Osbourne, myrkraprinsinn, er látinn. Ég sé fréttina fyrst á Instagram reels, les athugasemdirnar og átta mig á því að helmingurinn hefur ekki hugmynd um hver Ozzy Osbourne var. Hinn helmingurinn, mögulega nær mér í aldri, kannast við hann sem raunveruleikastjörnu frekar en rokkara.

Ég fer á stóru erlendu miðlana. Þarna er fréttin – ekki efst á síðunni. Ekki einu sinni stærsta fréttin í menningarumfjöllun. Hvort hún rís fer eftir því hvort hún trendar. Lestrartölur og samfélagsmiðlar munu ráða því hversu lengi hún hangir á forsíðum. Það á eftir að koma í ljós hversu margir muna eftir kallinum – og nenna að lesa um hann.

Ég hlustaði aldrei á Black Sabbath og horfði ekki á The Osbournes. Ég þekkti hann helst í gegnum kaffistofuspjall og slúðurfréttir um fjölskyldumeðlimi í meðferðum og megrunarkúrum.

Í þáttunum var Ozzy endurfæddur í menningarvitundinni sem samnefnari eldri rokkara með skrautlega fortíð. Hann var þó ekkert sérstaklega gamall – aðeins 52 ára þegar þættirnir hófust. Til samanburðar varð Jennifer Lopez 56 ára í gær, þann 24. júlí.

Fréttin um andlát Ozzys hljómar aðeins í afmörkuðum bergmálsklefum. Þar er hans minnst sem epísks myrkraprins eða sjúskaðrar raunveruleikastjörnu. Í hinum klefunum heyrist ekki í honum fyrir TikTok dönsum og get ready with me-efni.

Síðasta stóra poppstjarnan er löngu látin. Við syrgjum ekki þá sem við þekkjum ekki. Við syrgjum ekki myrkraprinsa nema þeir trendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
22.06.2025

Björn Jón skrifar: Gullaldir fyrr og nú

Björn Jón skrifar: Gullaldir fyrr og nú
EyjanFastir pennar
21.06.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki