Arion banki hefur gefið út stutta og aðgengilega skýrslu með samantekt á þeim árangri sem náðist á fyrsta ári átaksins Konur fjárfestum.
Ástæða þess að Arion banki fór af stað með Konur fjárfestum átakið er að enn ríkir ekki jafnræði milli kynja þegar kemur að sparnaði, lífeyriseign eða þátttöku á fjármálamarkaði, eins og segir í tilkynningu frá bankanum.
Í skýrslunni er farið yfir stöðu mála í upphafi árs 2024, helstu áskoranir dregnar fram í dagsljósið og sýnt með tölfræðilegum hætti hvar þarf að spýta í lófana til að jafna stöðuna.
„Sem betur fer hefur þó margt gott gerst á allra síðustu árum. Í skýrslunni setjum við á myndrænan hátt fram yfirlit um þann mælanlega árangur sem við sjáum í tölfræði ársins 2024 yfir okkar viðskiptavini og rekja má til Konur fjárfestum verkefnisins:
Ekki fer á milli mála að stór hópur kvenna í íslensku samfélagi hefur mikinn áhuga á að bæta fjármálalæsi sitt eins og sést á þeirri miklu aðsókn sem fræðsluviðburðirnir okkar úti um allt land hafa fengið, en fleiri en 4.000 konur sóttu Konur fjárfestum viðburði á árinu 2024. Á þeim viðburðum vörpuðum við meðal annars ljósi á fjármál og fjárfestingar, hvernig markaðir virka, hvernig stofna má fyrirtæki og hvernig gerð skattframtals fer fram, auk þess sem við höfum kafað í lífeyrismál og tryggingar.
Við sjáum glögglega að öflugar fræðsluherferðir á borð við Konur fjárfestum gegna lykilhlutverki í að auka fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hvetja þær til dáða. Við vonum að skýrslan kveiki áhuga og svörum glöð öllum fyrirspurnum. Um leið tökum við fram að Konur fjárfestum er langtímaverkefni og við erum því aðeins rétt að byrja.“
Hér má nálgast skýrsluna.