fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Eyjan
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á lokametrum þinghalds og eftir að þingi var slitið í gær hafa Sjálfstæðismenn haft uppi stór orð og hótanir. Formaður og þingflokksformaður ná ekki upp í nefið á sér yfir því að þolinmæði þingmeirihlutans skuli loks hafa brostið eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu beitt málþófi í 160 klukkustundir í eitthvað á fjórða þúsund ræðum, og forseti því beitt 71. gr. þingskapalaga, sem stjórnarandstaðan kallar einhverra hluta vegna kjarnorkuákvæðið. Aðrir kalla það lýðræðisákvæðið.

Orðið á götunni er að sjálfsmynd Sjálfstæðisflokksins sé verulega brengluð og taki engan veginn mið af köldum raunveruleika samtímans. Flokkurinn virðist standa í þeirri trú að hann sé kjölfestan í íslenskum stjórnmálum og að þingheimur og þjóðin öll hlusti með andakt á hvert orð sem frá honum kemur, beri óttablandna virðingu fyrir honum og dómgreind hans.

En svona er þetta ekki. Í dag er flestum nákvæmlega sama hvaða skilaboð berast úr búðum Sjálfstæðisflokksins. Hann er ekki lengur kjölfesta í íslenskum stjórnmálum og aldrei hlustaði nokkur maður með andakt á það sem frá Sjálfstæðisflokknum kom nema innanbúðarmenn í Valhöll. Þó má segja að á árum áður hafi ekki beinlínis verið hlegið að þingmönnum flokksins og málflutningi þeirra líkt og nú. Enda er flokkurinn nú fátt annað en grímulaus sérhagsmunavörður í þjónustu sægreifa landsins.

Orðið á götunni er að það sé beinlínis fyndið að hlusta á formann og þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins tala um að beiting lýðræðisákvæðisins til að stöðva málþófið og bullið í stjórnarandstöðunni í veiðigjaldamálinu valdi því að brostið hafi trúnaður milli forseta Alþingis og stjórnarandstöðunnar. Hið eina sem forseti gerði var að beita gömlu og gildu ákvæði þingskapalaga til að minnihluti þingmanna gæti ekki haldið þinginu í gíslingu, í raun beitt ofbeldi gegn meirihlutanum til að koma í veg fyrir framgang máls sem góður meirihluti er fyrir bæði innan þings og utan.

Orðið á götunni er að ekki þurfi hins vegar að leita lengra aftur en til síðasta kjörtímabils, þegar forseti Alþingis var Sjálfstæðismaður, til að finna gróft dæmi um það hvernig þáverandi forseti misbeitti valdi sínu til að sveipa greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols leyndarhjúpi og fór þar gegn samhljóða ákvörðun forsætisnefndar sem hafði samþykkt að gera hana opinbera. Þar var greinilegt að forseti Alþingis gekk erinda fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins en gætti ekki hagsmuna Alþingis eins og honum ber að gera, enda er Alþingi æðra framkvæmdavaldinu.

Orðið á götunni er að Sjálfstæðisflokkurinn og hótanir formanns og þingflokksformanns hans í garð ríkisstjórnarinnar minni á gjammandi kjölturakka. Hann heldur eflaust að hann sé stór og sterkur Rottweiler en í rauninni er hann bara pirrandi, skrækur og gjammandi kjölturakki sem má sín lítils og þarf helst að passa sig á því að eigandi hans setjist ekki ofan á hann, en það ku vera algengur dauðdagi kjölturakka sem farast af slysförum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?