fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. júlí 2025 12:00

Sigurður Ingi Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður og formaður Framsóknar, tjáði sig í gær um þá ákvörðun forseta Alþingis að beita 71. grein þingskaparlaga.

Í færslu sinni segir Sigurður Ingi að með þessu hafi Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gengið framkvæmdavaldinu á hönd með því að stöðva umræðu um frumvarp til veiðigjalda, og Þórunn þannig vikið frá hlutverki sínu sem hlutlaust sameiningartákn.

Rekur Sigurður Ingi að hann hafi setið á þingi frá 2009 og tekið þátt í viðræðum um þinglok bæði í meiri- og minnihluta. „Vissulega getur verið erfitt og vandasamt að ná saman við þinglok, en aldrei áður hef ég upplifað að verklag forsætisráðherra og forseta Alþingis hafi verið með þeim hætti sem nú blasir við. Þar sem áður ríkti sáttavilji, gagnkvæm virðing og vilji til samráðs, hefur nú verið gengið fram með einhliða ákvörðunum og útilokun samtals. Það er alvarlegt. Lýðræðið er brothætt og vald er vandmeðfarið.“

Segir Sigurður Ingi að þróunin sé blasi nú við minni á alþjóðlega þróun og digrar yfirlýsingar oddvita ríkisstjórnarinnar í auknum mæli tekið við sem stjórntæki. „Þeir hafa kosið að færa umræðuna út í fjölmiðla og samfélagsmiðla og tala þar með vaxandi vanvirðingu um Alþingi og hlutverk þess í stjórnskipan landsins.“

Segir Sigurður Ingi slíka orðræðu kalla á viðbrögð.

„Á tímamótum sem þessum skiptir mestu máli að halda fast í skynsemi, samvinnu og gagnkvæma virðingu. Fyrir mitt leyti mun ég halda áfram að tala fyrir þeim gildum – líka þegar aðrir kjósa að fara aðra leið.“

Segja Sigurði Inga að komið sé gott

Lesa má færslu Sigurðar Inga í heild sinni neðst í fréttinni, en óhætt er að segja að orð hans hafi ekki fallið í kramið hjá netverjum. Þegar þetta er skrifað hafa 133 athugasemdir verið skrifaðar við færslu hans og eru menn einróma um að þetta hafi verið komið meira en gott af hálfu minnihlutans.

Meðal athugasemda er að viðkomandi hafi misst virðingu fyrir Sigurði Inga sem þingmanni, viðkomandi ætli aldrei að kjósa Framsókn (aftur), hann eigi að hætta að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sé einfaldlega best geymdur í sveitinni.

„Það var sannarlega kominn tími til að taka í handbremsuna og stoppa þessa endemis vitleysu sem þið minnihlutinn hafið boðið okkur upp á. Ég verð að segja að ég virti þig sem þingmann og kaus framsókn hér áður fyrr, en það mun ég aldrei gera aftur. Persóna þín og framkoma hefur gjörbreyst á síðustu vikum, maðurinn þú Sigurður Ingi Jóhannsson sem áttir alla mína samúð að vera undir hælnum á BB hefur aldeilis sýnt á þér nýja hlið. Ég er hrædd um að Framsókn sé búið að syngja sitt síðasta ásamt Sjálfstæðisflokknum, Miðflokkurinn hangir áfram með sitt trausta fylgi.“

„Af hverju ert þú, formaður Framsóknar að berjast fyrir því að Sjalfstæðisörflokkurinn nái sínu fram? Þetta innlegg hjá þér er ekki bara stöngin út heldur langt framhjá. Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn Sigurður.“

„Án samtals!!! Hátt í 4000 ræður og hótanir af ýmsu tagi….“

„Bullið sem þið hafið boðið þjóðinni uppá er fyrst og fremst ástæða þess að svona fór…. Og þú veist það alveg sjálfur enda enginn vitleysingur“, segir leikarinn Valdimar Örn Flygenring.

Þorgeir Pálsson sveitarstjóri í Strandabyggð spyr: „Hvernig getur þú Sigurður Ingi Jóhannsson sagt án samtals? Ég spyr nú bara af forvitni, því ég veit að þú þekkir reglurnar vel, með alla þína reynslu.“

„Það er hörmung að hlusta á þá flokka sem komu kvótakerfinu á. Þeim væri nær að innkalla kvótann og úthluta aftur með eðlilegum hætti.“

„Þið hagið ykkur einsog ofbeldisseggurinn á skólalóðinni. „Ef þú lætur mig fá nestispeningana þína núna strax, þá get ég hætt að dýfa þér ofaní klósettið.“

„„Á tímamótum sem þessum skiptir mestu máli að halda fast í skynsemi, samvinnu og gagnkvæma virðingu. Fyrir mitt leyti mun ég halda áfram að tala fyrir þeim gildum – líka þegar aðrir kjósa að fara aðra leið.“,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Tíminn mun leiða það í ljós en ég mindi ekki veðja á það , spor þín hingað til á alþingi benda til annars, þú hefur ekki einu sinni nent að mæta til vinnunar á réttum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“