fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Musk hættur hjá Trump – Töluðu ekki saman undir lokin

Eyjan
Þriðjudaginn 3. júní 2025 08:00

Elon Musk og Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk er hættur störfum fyrir stjórn Donald Trump. Á yfirborðinu reyna þeir félagar að láta þetta líta út eins og viðskilnaðurinn sé í mestu vinsemd en það er langt frá því að svo sé. Það sem virtist vera góð vinátta og samvinna í upphafi, endaði að sögn ekki þannig.

Musk og Trump ræddust að sögn ekki við undir lok samstarfsins.

Musk tilkynnti brotthvarf sitt úr liði Trump skömmu eftir að hann gagnrýndi nýtt fjárlagafrumvarp Trump sem fulltrúadeild þingsins samþykkti í síðustu viku.

„Ég varð fyrir vonbrigðum með að sjá fjárlög með svona miklum útgjöldum sem auka skuldirnar. Þetta grefur undan starfi DOGE,“ sagði Trump í samtali við CBS News.

Hann hafði áður sagt að starfi hans hjá DOGE myndi ljúka eftir 130 daga en það svarar til loka maí.

En þrátt fyrir að Musk hafi tilkynnt um brotthvarf sitt fyrir löngu, þá voru þeir félagar ekki mjög kumpánlegir við hvorn annan þegar það kom að leiðarlokum.

„Brotthvarf hans bar skjótt að og var ekki formlegt. Hann ræddi ekki formlega við Trump áður en hann tilkynnti um brotthvarf sitt,“ sagði heimildarmaður að sögn Reuters.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar