fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Segir Einar og Sigurð Inga þurfa að viðurkenna eigin vanmátt – „Hversu lengi ætlar flokkurinn að sökkva án þess að grípa í neyðarhemilinn?“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. júní 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Magnús Egilsson ritstjóri Miðjunnar segir að Einar Þorsteinsson ætti að hætta sem borgarfulltrúi Framsóknar. Eins ætti Sigurður Ingi Jóhannsson að hætta sem formaður flokksins. 

„Það kann að verða sárt fyrir þá að viðurkenna eigin vanmátt. Einkum þó fyrir Sigurð Inga,“ segir Sigurjón í leiðara Miðjunnar.

Segir hann Framsókn þá skell enn og aftur, nú síðast í nýjustu könnun Gallupð um fylgi borgarstjórnarflokka.

Framsókn var sigurvegari síðustu borgarstjórnarkosninga, þegar flokkurinn fékk fjóra borgarfullrúa og borgarstjórastólinn.

„Fylgið týndist af Framsókn hægt og bítandi. Einar Þorsteinsson sagði af sér sem borgarstjóri. Allt kom fyrir ekki. Áfram hrundi fylgið af Framsókn. Þetta er alvarlegt mál.“

Sigurjón bendir á Framsókn er elstur allra flokka, stofnaður 1917.

„…og hefur aldrei áður þurft að þola aðra eins niðurlægingu og nú. Aldrei.

Hversu lengi ætlar flokkurinn að sökkva án þess að grípa í neyðarhemilinn? Er kannski pólitískt hlutverk Framsóknar búið? Horfið? Þá er fátt að gera annað en reyna af fremsta megni að breyta til.“

Sigurjón segir að kannski væri vit fyrir flokkinn í að leita aftur til samþykkta flokksþingsins frá 2009 þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sigmundur Davíð var kjörinn formaður flokksins á sama þingi.

„Einar Þorsteinsson ætti að hætta sem borgarfulltrúi. Eins ætti Sigurður Ingi að hætta sem formaður. Það kann að verða sárt fyrir þá að viðurkenna eigin vanmátt. Einkum þó fyrir Sigurð Inga. Mann sem eitt sinn var forsætisráðherra. Fékk embættið reyndar ódýrt. Sigmundur Davíð varð að segja af sér og sem varaformaður fékk Sigurður Ingi forsætisráðuneytið.

Nú er staðan alvarleg. Framsókn hangir á hálmstrái sem er við það að slitna. Þetta kann að verða spurningar upp á líf og dauða hjá elsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar, Framsóknarflokki sem var stofnaður árið 1917. Tímabært er fyrir Einar borgarfulltrúa að bretta upp ermarnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“