Katrín Jakobsdóttir, formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands, og fyrrum forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar, hélt glæpasagnanámskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í mars.
Námskeiðið mæltist vel fyrir og var fullt hús nemenda sem voru afar áhugasamir og fróðir um námsefnið.
Sjá einnig: Katrín heldur glæpasagnanámskeið
Endurmenntun auglýsir nú annað námskeið með Katrínu, Íslenskar metsölubækur í 50 ár, sem haldið verður í fimm skipti frá 30. október til 27. Nóvember.
Í námskeiðslýsingu er spurt Hvenær fóru Íslendingar að fjalla um metsölubækur og birta metsölulista? Og hvaða bækur hafa ratað á þá lista?
Á þessu námskeiði verður fjallað um sögu metsölubókarinnar og fimm metsölubækur frá ólíkum tímum lesnar og bornar saman.
Á námskeiðinu er fjallað um
Ávinningur nemenda mun verða aukinn skilningur á bókmenntasögu, aukinn skilningur á markaðssetningu bóka og hvað skapar vinsældir þeirra og djúplestur á ólíkum skáldsögum.
Námskeiðið er fyrir öll sem eru áhugasöm um samfélag og skáldskap og langar að skilja hvort tveggja betur.