fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Eyjan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að fréttastofa RÚV gengið fram af fólki með beinni útsendingu frá „fundi“ um veiðigjöld frá samkomuhúsinu á Grundarfirði í gærkvöldi. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem fréttastofan skilur fólk eftir orðlaust yfir vinnubrögðum sem í besta falli eru slæleg.

Í dagskrárkynningu var greint frá því að um fund yrði að ræða þar sem fyrir svörum sætu Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Gestum í sal gæfist kostur á að leggja spurningar til Daða og Heiðrúnar.

Orðið á götunni er að þátturinn hafi verið álíka vel heppnaður og alræmdar auglýsingar SFS gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu veiðigjalda, en sem kunnug er hefur stuðningur almennings við hækkun veiðigjalda aukist marktækt eftir að SFS fór að keyra tugmilljóna auglýsingaherferð sína.

Orðið á götunni er að Daða Má hafi verið stillt upp á fundinum líkt og sakborningi og Heiðrún Lind fengið að láta móðan mása. Þegar fundarmenn úti í sal fengu orðið var lítið um spurningar en þess í stað flutt erindi orðrétt upp úr áróðri á heimasíðu SFS. Í fámennum áhorfendahópnum í sal mátti kenna ýmis þekkt andlit úr hópi útgerðarmanna.

Athygli vakti að þrátt fyrir að öll spjót beindust að Daða Má fékk hann takmörkuð tækifæri til að svara. Þáttastjórnendur tóku ítrekað af honum orðið og þögguðu niður í honum í lok þáttar með þeim orðum að tíminn væri á þrotum en gáfu svo Heiðrúnu Lind orðið og leyfðu henni að tala að vild.

Spilaðar voru spurningar frá fólki úti í bæ og vakti athygli að sjónvarpsmenn höfðu aðeins farið til Akureyrar og Neskaupstaðar til að finna viðmælendur. Orðið á götunni er að áhugavert væri að kanna hvort Torgið í gær hafi verið kostað af Samherja, sem hefur mikil ítök í sjávarútvegi í báðum þessum bæjarfélögum.

Athygli vakti að helstu forsvarsmenn SFS voru hvergi sjáanlegir á fundinum í gær. Orðið á götunni er að nær hefði verið að Guðmundur Kristjánsson í Brim, nýkjörinn formaður SFS, hefði sjálfur mætt og staðið fyrir máli samtakanna. Annar og meiri bragur hefði verið á því en að senda starfsmann samtakanna, jafnvel þótt sá starfsmaður þiggi fimm milljónir króna í mánaðarlaun fyrir starf sitt.

Orðið á götunni er að fjármálaráðherra hafi komist með prýði frá þessum þætti, þrátt fyrir óvinveittan sal og þáttarstjórnendur sem hleyptu honum lítt að. Hann hafi komið ágætum rökum fyrir veiðigjaldabreytingunni vel á framfæri með hnitmiðuðum hætti á meðan starfsmaður SFS hefði líklega betur mátt hafa eilítinn hemil á málbeini sínu.

Orðið á götunni er að Torgið í gærkvöldi hafi lítt orðið málstað sægreifa til framdráttar, auk þess sem erfitt sé að átta sig á vegferð fréttastofu RÚV í veiðigjaldamálinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn