fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Spara ekki stóru orðin – „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar“

Eyjan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki skafið utan af hlutunum í leiðara bandaríska stórblaðsins The Wall Street Journal um helgina. „Heimskulegasta viðskiptastríð sögunnar,“ sagði í fyrirsögn leiðarans.

Þarna er auðvitað átt við viðskiptastríðið sem hófst á laugardaginn þegar Donald Trump tilkynnti að 25% og 10% tollur verði lagður á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína en þetta eru þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna.

Blaðið segir það óskiljanlegt að 25% tollur sé lagður á vörur frá Kanada og Mexíkó en um leið bara 10% á kínverskar vörur.

„Þetta minnir á gamlan Bernard Lewis-brandara (hann var bandarískur sagnfræðingur, innsk. blaðamanns) um að það sé hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna en það geti verið lífshættulegt að vera vinur Bandaríkjanna,“ segir í leiðaranum.

Rökstuðningur Trump fyrir tollunum er tættur niður og þá sérstaklega að þetta sé gert til að refsa löndunum fyrir að hafa leyft fíkniefnum að streyma til Bandaríkjanna.

„Fíkniefni hafa streym til Bandaríkjanna áratugum saman og munu halda áfram að gera það eins lengi og Bandaríkjamenn nota þau. Engin lönd geta stöðvað það,“ segir í leiðaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“